Bíó og sjónvarp

Þátturinn í heild sinni: Sjálfstætt fólk í fjórtán ár

Bjarki Ármannsson skrifar
Í kvöld var sérstakur, tæplega klukkustundar langur, þáttur af Sjálfstæðu fólki sýndur á Stöð 2. Farið var yfir fjórtán ára sögu þessa vinsæla þáttar, sem hlotið hefur fleiri verðlaun en flestir aðrir þættir í íslensku sjónvarpi.

Í þættinum er brugðið upp mörgum ógleymanlegum brotum úr langri og litríkri sögu þáttanna sem hættu göngu sinni nú í vor.

Þeir Steingrímur og Jón Ársæll hafa valið úr 445 þáttum á fjórtán ára ferli þáttarins brot af því allra besta en alla þættina tæki rúma tíu sólarhringa að sýna væru þeir sýndir í einni lotu.

Hér í spilaranum fyrir ofan má sjá þáttinn í heild sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×