Erlent

Þægilegasta umferðarslys allra tíma? Varð fyrir dýnu sem tók af honum fallið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dýna, sem ekki var nægilega vel komið fyrir á palli bifreiðar, fauk af henni með þeim afleiðingum að ökumaður skellinöðru sem á eftir kom varð fyrir dýnunni og féll af baki. Blessunarlega fyrir ökumann skellinöðrunnar varð lendingin ansi mjúk því að hann lenti á dýnunni sjálfri.

Atvikið, sem átti sér stað í Taílandi undir lok síðasta mánaðar, náðist á myndband. Svo virðist sem að ökumaður skellinöðrunnar hafi sloppið ómeiddur en atvikið má sjá í gif-myndinni hér fyrir neðan og í myndbandinu hér að ofan.

via GIPHY

Bílslysið minnir mjög á annað bílslys frá árinu 2014 þegar ekið var af krafti á hjólreiðakappa í Brasilíu sem, líkt og okkar maður í Taílandi, lenti á dýnu og slapp án teljandi meiðsla.

via GIPHY




Fleiri fréttir

Sjá meira


×