Texashrottinn þekktur fyrir stórfellt ofbeldi Benedikt Bóas skrifar 14. mars 2017 23:15 Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Vísir/Getty Fyrrverandi sambýliskonu Íslendingsins, sem handtekinn var í Texas á fimmtudag í síðustu viku fyrir ofbeldi gegn núverandi kærustu sinni, komu fréttirnar ekki á óvart. Konan var í sambúð með manninumí 17 ár og gekk hann margoft í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Líkamlega ofbeldið hafi ekki bara verið hræðilegt heldur einnig hið andlega. Stöðugar hótanir og ógnanir. Börnin þeirra eru á viðkvæmum aldri og því vilji hún ekki stíga fram. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Eitt sinn í London fyrir um 10 árum var hann nærri búinn að kyrkja hana á hótelherbergi. Þegar starfsmaður hótelsins birtist stóð maðurinn á bak við hurð með steyttan hnefa og þorði konan ekki annað en að segja að allt væri í lagi af ótta við frekara ofbeldi. Í Barcelona elti hann konuna um allt hús og gekk í skrokk á henni fyrir framan börnin. Eitt höggið var svo fast að það blæddi úr eyrunum og var hún með innvortis eymsli í maga og var blá og marin í marga daga á eftir. Maðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Konan segir að yfirleitt þegar ofbeldið átti sér stað hafi það verið fyrir framan börnin. Fjölskyldan hafi alltaf verið saman. Þessar tvær sögur, frá London og Barcelona, sé aðeins lítill hluti af heildinni. Ofbeldið hér heima var einnig slæmt. Hún fór frá honum árið 2015. Sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga með neyðarhnapp vegna alvarleika málsins. Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Fyrrverandi sambýliskonu Íslendingsins, sem handtekinn var í Texas á fimmtudag í síðustu viku fyrir ofbeldi gegn núverandi kærustu sinni, komu fréttirnar ekki á óvart. Konan var í sambúð með manninumí 17 ár og gekk hann margoft í skrokk á henni, yfirleitt fyrir framan börnin þeirra, og hótaði henni meðal annars með hníf. Í samtali við Fréttablaðið segir konan frá ofbeldinu sem hún bjó við en hún gekk með neyðarhnapp í marga mánuði. Líkamlega ofbeldið hafi ekki bara verið hræðilegt heldur einnig hið andlega. Stöðugar hótanir og ógnanir. Börnin þeirra eru á viðkvæmum aldri og því vilji hún ekki stíga fram. Hún hringdi margoft í lögregluna og bað um aðstoð en kærði ekki vegna meðvirkni og ótta við hann. Þá laug hún til um áverkana þegar hún leitaði aðstoðar læknis á heilsugæslu eða fjölskylda eða vinir spurðu út í þá. Eitt sinn í London fyrir um 10 árum var hann nærri búinn að kyrkja hana á hótelherbergi. Þegar starfsmaður hótelsins birtist stóð maðurinn á bak við hurð með steyttan hnefa og þorði konan ekki annað en að segja að allt væri í lagi af ótta við frekara ofbeldi. Í Barcelona elti hann konuna um allt hús og gekk í skrokk á henni fyrir framan börnin. Eitt höggið var svo fast að það blæddi úr eyrunum og var hún með innvortis eymsli í maga og var blá og marin í marga daga á eftir. Maðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag grunaður um að beita núverandi kærustu sína ofbeldi. Hann var látinn laus úr fangelsi degi síðar eftir að hafa reitt fram sex þúsund dala tryggingafé, um 674 þúsund krónur. Konan segir að yfirleitt þegar ofbeldið átti sér stað hafi það verið fyrir framan börnin. Fjölskyldan hafi alltaf verið saman. Þessar tvær sögur, frá London og Barcelona, sé aðeins lítill hluti af heildinni. Ofbeldið hér heima var einnig slæmt. Hún fór frá honum árið 2015. Sá lögreglan ástæðu til að láta hana ganga með neyðarhnapp vegna alvarleika málsins.
Tengdar fréttir Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Íslendingur handtekinn í Austin fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni Samkvæmt heimildum Vísis hefur þurft að kalla til lögreglu í heimahús oftar en einu sinni hér á landi vegna gruns um ofbeldi mannsins gagnvart maka. 14. mars 2017 17:38