Enski boltinn

Tevez vill ekki fara til Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tevez segist vera ánægður hjá Boca Juniors.
Tevez segist vera ánægður hjá Boca Juniors. vísir/getty
Argentínski framherjinn Carlos Tevez ætlar ekki að snúa aftur til Evrópu þrátt fyrir áhuga liða á borð við Chelsea og Napoli.

Eftir tvö frábær tímabil hjá Juventus sneri Tevez aftur til Boca Juniors í fyrra.

„Mér líður vel hjá Boca. Draumur minn er að enda ferilinn hjá þessu dásamlega félagi,“ sagði Tevez sem er uppalinn hjá Boca Juniors.

„Það er rétt að Napoli og Chelsea vilja fá mig en ég endurtek það sem ég hef áður sagt: ég vil klára ferilinn hjá Boca.“

Tevez lék með West Ham United og Manchester-liðunum, United og City, á Englandi og svo Juventus á Ítalíu á árunum 2006-15.

Hann varð þrívegis Englandsmeistari, tvisvar með United og einu sinni með City. Hann vann svo ítalska meistaratitilinn í tvígang með Juventus en þar lék hann undir stjórn Antonios Conte, núverandi knattspyrnustjóra Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×