Fótbolti

Ter Stegen nýtti tækifærið og bætti met

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ter Stegen átti góðan leik í gær.
Ter Stegen átti góðan leik í gær. Vísir/AFP
Þýski markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen átti góðan leik þegar Barcelona vann 1-0 útisigur á Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Ter Stegen fékk tækifæri í byrjunarliðinu í aðeins áttunda skipti í deildarleik síðan hann kom til félagsins fyrir tveimur árum en Claudio Bravo samdi á dögunum við Manchester City.

Hann nýtti tækifærið vel og minnti rækilega á sig með því að bæta tíu ára sendingamet markvarðar í spænsku úrvalsdeildinni en hann gaf alls 51 heppnaða sendingu í leiknum.

Alls átti hann 62 sendingatilraunir í leiknum og rataði ein þeirra á Benat, leikmann Athletic, sem náði þó ekki að gera sér mat úr því.

Aðstæður voru erfiðar í leiknum í gær enda mikil rigning í gær en Ter Stegen fær væntanlega áfram tækifæri til að sanna sig sem aðalmarkvörður Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×