Fótbolti

Ter Stegen: Ég vil ég spila alla leiki Barcelona

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marc-André ter Stegen fagnar marki í Meistaradeildarúrslitaleiknum.
Marc-André ter Stegen fagnar marki í Meistaradeildarúrslitaleiknum. vísir/getty
Marc-André ter Stegen, þýski markvörðurinn hjá Barcelona, var í afskaplega furðulegri en góðri stöðu á síðasta tímabili. Sem varamarkvörður spilaði hann 21 leik og vann tvo titla.

Þegar hann var keyptur frá Borussia Mönchengladbach síðasta sumar héldu flestir að Börsungar væru búnir að finna sér nýjan aðalmarkvörð en Þjóðverjinn endaði á bekknum.

Sílemaðurinn Claudio Bravo var valinn fram yfir Ter Stegen sem aðalmarkvörður Börsunga, en þó bara í deildinni.

Þýski markvörðurinn batt endi á þessa veislu til að fara að æfa.vísir/getty
Þegar uppi var staðið spilaði Bravo 37 deildarleiki og stóð uppi sem Spánarmeistari, en Ter Stegen spilaði alla leiki í Konungsbikarnum og Meistaradeild (21 leik), hélt tíu sinnum hreinu og vann báðar keppnir með liðinu.

Ter Stegen vill nú meira en bara bikar og Meistaradeildina. Hann ætlar sér að vera númer eitt hjá Barcelona á næstu leiktíð.

„Ég sneri aftur löngu áður en sumarfríið mitt var búið til að undirbúa mig fyrir leiktíðina. Ég spil spila alla leiki á næsta tímabili,“ segir þýski markvörðurinn í viðtali við Sport.

„Ég spilaði ekki alla leikina á síðustu leiktíð þannig ég vil sjá hversu langt ég kemst í vetur. Þetta snýst ekki um að taka stöðuna af Bravo. Claudio var frábær á síðasta tímabili. Við sjáum bara hvað gerist á næstu leiktíð,“ segir Marc-André ter Stegen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×