Telur valdamikla menn hafa reynt að afskrifa sig í umræðunni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2016 16:14 Andri Snær var í beinni útsendingu hjá Nova. Vísir/Valli Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi og rithöfundur, segir sig hafa boðað hófsama stefnu í atvinnumálum gegn öfgafullri stóriðjustefnu stjórnvalda þegar hann gaf út bókina Draumalandið. Hann velur kók framyfir pepsi, hefur ekki löngun til að fara á þing og segir forsetaembættið skapandi. Þetta kom fram í beinni útsendingu Nova þar sem Andri var tekinn fyrir á forsetagrilli fyrirtækisins. „Ég held að þegar maður potar í valdamikla menn að þá reyna þeir að gefa þér ákveðinn stimpil til að afskrifa þig,“ sagði Andri Snær aðspurður út í þær fullyrðingar um að hann sé ofstækisfullur þegar kemur að umhverfisvernd. „Ég er mikill hófsemdarmaður,“ sagði hann og bætti við að honum þætti stundum nóg um, hann teldi sjálfan sig stundum mega taka miklu dýpra í árinni. „Á Íslandi átti að sprengja, spilla og skerða mörg fallegustu svæði á Íslandi til að virkja. Það stóð bókstaflega til að eyðileggja hálendi Íslands. Það var mjög öfgafull stefna. Ég skrifaði bók um hugmyndir og hugsjónir um að þróa atvinnulíf í allt aðra átt en stóriðjustefnu.Andri hefur talað fyrir verndun hálendisins. Þetta er Kvíslavatn, sem er hluti Kvíslaveitu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ég myndi segja að stefnan sem ég skrifaði gegn hafi verið öfgafull en að mín viðhorf hafi verið ósköp venjuleg nýsköpunarviðhorf,“ útskýrir Andri en hann er hvað þekktastur fyrir bókina sína Draumalandið sem kom út árið 2006. Hann vísaði í þessi skrif þegar hann var spurður út í það hvort það væri nægilega mikill töggur í honum til þess að geta orðið góður forseti. Stóð í hárinu á „ráðandi elítu landsins“ „Ég var þrjátíu og tveggja ára þegar ég skrifaði Draumalandið og þá fór ég gegn ráðandi elítu landsins sem stefndi á mjög stórkarlalegar framkvæmdir.“ Hann segist hafa staðið keikur með sitt rit og sínar meiningar og hugsjónir - staðið með sjálfum sér þrátt fyrir að það hafi ekki verið auðvelt. „Ég myndi segja að sá maður sem steig upp þá sé sá maður sem stígur upp núna.“ Andri hefur boðað það að eitt af þeim málum sem hann vill sem forseti setja á dagskrá sé þjóðgarður á hálendinu. Ein spurninganna sem hann fékk frá fylgjendum Nova á Facebook var sú hvort að hann hefði áhuga á að fara á þing ef hann nær ekki kjöri sem forseti. „Ég hef enga sérstaka löngun til að fara á þing,“ sagði hann. Hann langar heldur að geta rætt hugmyndir á breiðum grundvelli og telur að Ísland þurfi vettvang þar sem sem Ísland er rætt í stóra samhenginu. Hann segist hafa verið landlaus í pólitík en að hann aðhyllist blandað hagkerfi Norðurlandanna, blöndu af hinu opinbera kerfi og hinu einkarekna. Tengdar fréttir Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Benedikt Mewes og Magnús Ingiberg Jónsson dottnir úr baráttunni um Bessastaði eftir að hafa ekki náð að skila inn nægilegum fjölda meðmæla til yfirkjörstjórna. 20. maí 2016 11:29 Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Andri Snær blæs á athugasemdir um að hann ætti betur heima í kosningum til Alþingis og er vongóður. 22. maí 2016 14:45 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi og rithöfundur, segir sig hafa boðað hófsama stefnu í atvinnumálum gegn öfgafullri stóriðjustefnu stjórnvalda þegar hann gaf út bókina Draumalandið. Hann velur kók framyfir pepsi, hefur ekki löngun til að fara á þing og segir forsetaembættið skapandi. Þetta kom fram í beinni útsendingu Nova þar sem Andri var tekinn fyrir á forsetagrilli fyrirtækisins. „Ég held að þegar maður potar í valdamikla menn að þá reyna þeir að gefa þér ákveðinn stimpil til að afskrifa þig,“ sagði Andri Snær aðspurður út í þær fullyrðingar um að hann sé ofstækisfullur þegar kemur að umhverfisvernd. „Ég er mikill hófsemdarmaður,“ sagði hann og bætti við að honum þætti stundum nóg um, hann teldi sjálfan sig stundum mega taka miklu dýpra í árinni. „Á Íslandi átti að sprengja, spilla og skerða mörg fallegustu svæði á Íslandi til að virkja. Það stóð bókstaflega til að eyðileggja hálendi Íslands. Það var mjög öfgafull stefna. Ég skrifaði bók um hugmyndir og hugsjónir um að þróa atvinnulíf í allt aðra átt en stóriðjustefnu.Andri hefur talað fyrir verndun hálendisins. Þetta er Kvíslavatn, sem er hluti Kvíslaveitu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ég myndi segja að stefnan sem ég skrifaði gegn hafi verið öfgafull en að mín viðhorf hafi verið ósköp venjuleg nýsköpunarviðhorf,“ útskýrir Andri en hann er hvað þekktastur fyrir bókina sína Draumalandið sem kom út árið 2006. Hann vísaði í þessi skrif þegar hann var spurður út í það hvort það væri nægilega mikill töggur í honum til þess að geta orðið góður forseti. Stóð í hárinu á „ráðandi elítu landsins“ „Ég var þrjátíu og tveggja ára þegar ég skrifaði Draumalandið og þá fór ég gegn ráðandi elítu landsins sem stefndi á mjög stórkarlalegar framkvæmdir.“ Hann segist hafa staðið keikur með sitt rit og sínar meiningar og hugsjónir - staðið með sjálfum sér þrátt fyrir að það hafi ekki verið auðvelt. „Ég myndi segja að sá maður sem steig upp þá sé sá maður sem stígur upp núna.“ Andri hefur boðað það að eitt af þeim málum sem hann vill sem forseti setja á dagskrá sé þjóðgarður á hálendinu. Ein spurninganna sem hann fékk frá fylgjendum Nova á Facebook var sú hvort að hann hefði áhuga á að fara á þing ef hann nær ekki kjöri sem forseti. „Ég hef enga sérstaka löngun til að fara á þing,“ sagði hann. Hann langar heldur að geta rætt hugmyndir á breiðum grundvelli og telur að Ísland þurfi vettvang þar sem sem Ísland er rætt í stóra samhenginu. Hann segist hafa verið landlaus í pólitík en að hann aðhyllist blandað hagkerfi Norðurlandanna, blöndu af hinu opinbera kerfi og hinu einkarekna.
Tengdar fréttir Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Benedikt Mewes og Magnús Ingiberg Jónsson dottnir úr baráttunni um Bessastaði eftir að hafa ekki náð að skila inn nægilegum fjölda meðmæla til yfirkjörstjórna. 20. maí 2016 11:29 Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Andri Snær blæs á athugasemdir um að hann ætti betur heima í kosningum til Alþingis og er vongóður. 22. maí 2016 14:45 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Útlit fyrir að níu nöfn verði á kjörseðlinum Benedikt Mewes og Magnús Ingiberg Jónsson dottnir úr baráttunni um Bessastaði eftir að hafa ekki náð að skila inn nægilegum fjölda meðmæla til yfirkjörstjórna. 20. maí 2016 11:29
Fáránlegt að kvarta yfir að annar frambjóðandi hafi verið „of góður“ í sjónvarpinu Andri Snær blæs á athugasemdir um að hann ætti betur heima í kosningum til Alþingis og er vongóður. 22. maí 2016 14:45