Innlent

Telja ölvaðan ökumann hafa sent þrjá á slysadeild

Anton Egilsson skrifar
Fjögurra bíla árekstur varð í Breiðholti, nánar tiltekið á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjabakka, um klukkan fjögur í dag. Var slökkvilið kallað á vettvang í kjölfarið.

Lögregla sagði í samtali við Vísi að þrír einstaklingar hefðu verið fluttir á slysadeild með minniháttar áverka í kjölfar árekstursins. Alls voru 8 manns í bílunum fjórum og er ökumaður eins bílsins grunaður um ölvunar- og  fíkniefnaakstur.

Talið er að hann hafi valdið árekstrinum.

Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu var um aftanákeyrslu að ræða og að enga klippivinnu hafi þurft til að ná fólki úr bílunum. Slökkviliðið hafi þó þurft að verja dágóðum tíma í að þrífa upp brak og olíu sem lak úr einum bílnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×