Innlent

Telja of geyst farið í byggingu

garðar örn úlfarsson skrifar
Byggja á 1.600 fermetra íþróttahús.
Byggja á 1.600 fermetra íþróttahús. Fréttablaðið/Valli
Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði Grindavíkur gagnrýna áform meirihlutans um byggingu íþróttamannvirkja.

Fulltrúi B-listans sagði leið meirihlutans fela í sér meiri kostnað en fjárhagsáætlun 2015-2018 gerði ráð fyrir. Nær væri að framkvæma uppbygginguna í tveimur skrefum.

„Miðað við tillögur nefndarinnar á að byggja 530 fermetra sal fyrir gólfíþróttir og um 1.600 fermetra nýtt íþróttahús. Slík stækkun er mikið stökk á skömmum tíma,“ bókaði fulltrúi B-listans og hvatti fulltrúa meirihlutans úr D-lista og G-lista til að endurskoða ákvörðun sína. Minni salur myndi duga.

Fulltrúi S-listans lagði til að málinu yrði frestað uns þörf fyrir íþróttamannvirki yrði betur kortlögð en tillagan var felld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×