Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi

 
Innlent
13:44 22. JANÚAR 2016
Telati-fjölskyldunni frá Albaníu var synjađ um hćli í október en hefur nú fengiđ dvalarleyfi á Íslandi.
Telati-fjölskyldunni frá Albaníu var synjađ um hćli í október en hefur nú fengiđ dvalarleyfi á Íslandi. VÍSIR/GVA

Laura, Hasan Aleka, Janie og Petrit, betur þekkt sem Telati fjölskyldan frá Albaníu, hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla þeirra við landið.

Fjölskyldan komst í fréttirnar í september þegar Fréttablaðið greindi frá því að börnin þrjú höfðu ekki fengið skólavist þrátt fyrir að hafa dvalið á landinu frá því í júní. Fór svo að börnin fengu inni í skóla í Laugarneshverfinu og kunnu öll vel við sig þar.

„Mig langar aldrei aftur til Albaníu. Mér líður svo vel hér og það er svo gaman í skólanum,“ sagði Laura Telati, sem er í 10. bekk í Laugalækjarskóla, í viðtali við Fréttablaðið í október.

„Mig langar að búa á Íslandi. Ég er búin að eignast frábæra vini.“

Það var svo í október sem Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um dvalarleyfi. Kom fram í synjun stofnunarinnar að fjölskyldan væri ekki álitin flóttafólk þar sem hún væri ekki talin í lífshættu í heimalandinu og ætti ekki ofsóknir á hættu.

Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum en það vakti mikla reiði í samfélaginu að þau senda ætti þau úr landi.

Í kjölfarið setti rithöfundurinn Illugi Jökulsson af stað undirskriftasöfnun til þess að þrýsta á stjórnvöld um að leyfa fjölskyldunni að vera hér áfram.

Á rúmum þremur sólarhringum höfðu 10 þúsund manns skrifað undir og þá efndu skólafélagar krakkanna til meðmælagöngu í Laugarneshverfi til að vekja athygli á málstað fjölskyldunnar og mikilvægi þess að bjóða flóttafólk og hælisleitendur velkomna.

Nú er svo loks komin niðurstaða í mál fjölskyldunnar sem hafa, eins og fyrr segir, fengið hér dvalarleyfi af mannúðarástæðum og vegna sérstakra tengsla við landið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Telati fjölskyldan fékk dvalarleyfi
Fara efst