Tekur fjörutíu daga að smala Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 28. ágúst 2014 08:00 Það er ekki fyrir alla að standa í smalamennsku fyrir vestan. Hér veiðir Jóhann Freyr Guðmundsson, eiginmaður Hafrósar, lamb upp úr á í Skálmadal. Um fimmtíu manns bjuggu í gamla Gufudalshreppi fyrir um þrjátíu árum en síðustu áratugi leit út fyrir það að sveitin myndi leggjast í eyði. Það stingur því skemmtilega í stúf að sjá myndarlegt bú með átta hundruð ám og fimmtíu hestum í Fremri-Gufudal í Gufudalshreppi. En vegna þess hve bæjum hefur fækkað á Vestfjörðum er svo rúmt um sauðféð frá Fremri-Gufudal að það tók búaliðið fjörutíu daga að ná því af fjalli síðasta haust. „Þetta er í rauninni ekki hægt nema ef fólk hefur gaman af þessu,“ segir Einar Valgeir Hafliðason, bóndi á bænum, sem býr sig undir smalamennsku um komandi helgi. Dætrum Einars, Hafrós Huld og Jóhönnu Ösp, skortir heldur ekki áhugann en þær búa báðar í Fremri-Gufudal með eiginmönnum sínum og börnum. Smalaleiðin liggur yfir heiðar og langt inn í Ísafjarðardjúp og yfir í næstu firði sitthvorum megin við Gufufjörð. Hafrós Huld segir að þær systur uni hag sínum afar vel í dalnum. „Það kom heldur aldrei neitt annað til greina hjá mér en að búa hér,“ segir hún.Fjárhundar gegna stóru hlutverki í smalamennskunni hjá Hafrós Huld.Væri gott að komast úr drullunni Þær systur hafa aukið umfangið í búsýslunni nú þegar annars staðar er verið að bregða búi. Auk þess að sýsla með sauðfé stunda bændurnir hrossatamningar og hundaræktun á bænum. Þó einangrunin sé nokkur hefur sveitin ratað nokkuð í fréttirnar að undanförnu en Gufufjörður er á framkvæmdasvæðinu sem nú er til umfjöllunar vegna fyrirhugaðrar lagningar vegar um Teigsskóg. „Æ, það væri voða gott að komast úr drullunni,“ segir Einar sem segist fyrst og fremst vilja fá að aka eftir malbikuðum vegi en því er ekki að fagna á svæðinu. Reyndar sagði Einar Guðfinnsson, forseti Alþingis, fyrir nokkrum árum að vegirnir á svæðinu væru í raun vegleysa og Kristján Möller, þáverandi samgönguráðherra, tók í sama streng.Einar Valgeir Hafliðason.Tveir og hálfur tími í búðarferð Ragnheiður Katrín Ólafsdóttir, sem rak eitt allra minnsta kaupfélagsútibú landsins, einmitt við þennan leiðindaveg, átti þó gott ráð fyrir ökumenn. Hún sagði þeim að kaupa þykkt hlaup og hafa það svo uppi í sér svo þeir skelltu ekki tönnum saman meðan þeir hossuðust um holóttan veginn. Kaupfélagið hennar Kötu er löngu hætt en Hafrós Huld segir að hún fari reglulega til Borgarness til að kaupa inn. „Það tekur svona tvo og hálfan tíma,“ segir hún. Það er því ekki mikið um að menn skjótist út í búð í Gufusveitinni. Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Um fimmtíu manns bjuggu í gamla Gufudalshreppi fyrir um þrjátíu árum en síðustu áratugi leit út fyrir það að sveitin myndi leggjast í eyði. Það stingur því skemmtilega í stúf að sjá myndarlegt bú með átta hundruð ám og fimmtíu hestum í Fremri-Gufudal í Gufudalshreppi. En vegna þess hve bæjum hefur fækkað á Vestfjörðum er svo rúmt um sauðféð frá Fremri-Gufudal að það tók búaliðið fjörutíu daga að ná því af fjalli síðasta haust. „Þetta er í rauninni ekki hægt nema ef fólk hefur gaman af þessu,“ segir Einar Valgeir Hafliðason, bóndi á bænum, sem býr sig undir smalamennsku um komandi helgi. Dætrum Einars, Hafrós Huld og Jóhönnu Ösp, skortir heldur ekki áhugann en þær búa báðar í Fremri-Gufudal með eiginmönnum sínum og börnum. Smalaleiðin liggur yfir heiðar og langt inn í Ísafjarðardjúp og yfir í næstu firði sitthvorum megin við Gufufjörð. Hafrós Huld segir að þær systur uni hag sínum afar vel í dalnum. „Það kom heldur aldrei neitt annað til greina hjá mér en að búa hér,“ segir hún.Fjárhundar gegna stóru hlutverki í smalamennskunni hjá Hafrós Huld.Væri gott að komast úr drullunni Þær systur hafa aukið umfangið í búsýslunni nú þegar annars staðar er verið að bregða búi. Auk þess að sýsla með sauðfé stunda bændurnir hrossatamningar og hundaræktun á bænum. Þó einangrunin sé nokkur hefur sveitin ratað nokkuð í fréttirnar að undanförnu en Gufufjörður er á framkvæmdasvæðinu sem nú er til umfjöllunar vegna fyrirhugaðrar lagningar vegar um Teigsskóg. „Æ, það væri voða gott að komast úr drullunni,“ segir Einar sem segist fyrst og fremst vilja fá að aka eftir malbikuðum vegi en því er ekki að fagna á svæðinu. Reyndar sagði Einar Guðfinnsson, forseti Alþingis, fyrir nokkrum árum að vegirnir á svæðinu væru í raun vegleysa og Kristján Möller, þáverandi samgönguráðherra, tók í sama streng.Einar Valgeir Hafliðason.Tveir og hálfur tími í búðarferð Ragnheiður Katrín Ólafsdóttir, sem rak eitt allra minnsta kaupfélagsútibú landsins, einmitt við þennan leiðindaveg, átti þó gott ráð fyrir ökumenn. Hún sagði þeim að kaupa þykkt hlaup og hafa það svo uppi í sér svo þeir skelltu ekki tönnum saman meðan þeir hossuðust um holóttan veginn. Kaupfélagið hennar Kötu er löngu hætt en Hafrós Huld segir að hún fari reglulega til Borgarness til að kaupa inn. „Það tekur svona tvo og hálfan tíma,“ segir hún. Það er því ekki mikið um að menn skjótist út í búð í Gufusveitinni.
Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira