Erlent

Tekinn af lífi í Texas þrátt fyrir mótmæli Alþjóðadómstólsins

Jose Medellin.
Jose Medellin. MYND/AP

Mexíkanskur maður var í nótt tekinn af lífi í ríkisfangelsinu í Texas í Bandaríkjunum. Mál mannsins, sem sakaður var um að myrða og nauðga sextán ára gamalli stúlku, hefur vakið mikla athygli en Hæstiréttur Bandaríkjanna vísaði í nótt áfrýjunarbeiðni hans á bug. Skömmu síðar var hann tekinn af lífi með eitursprautu.

Alþjóðadómstóllinn í Haag hafði fyrirskipað ríkisstjórn Texas að afturkalla dauðadóminn á þeim grundvelli að manninum hafði ekki verið greint frá því að hann ætti rétt á aðstoð frá sendiráði Mexíkó þegar hann var handtekinn. Yfirvöld í ríkinu sögðu hins vegar að dómstóllinn hefði enga lögsögu yfir Texasríki og fortölur frá sjálfum Ban Ki Moon, aðalritara Sameinuðu Þjóðanna breyttu engu þar um.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×