FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 10:35

Um 60 prósent hćlisumsókna frá Makedónum og Albönum

FRÉTTIR

Teixeira vill yfirgefa Shaktar og ganga í rađir Liverpool

 
Enski boltinn
23:15 24. JANÚAR 2016
Teixeira í leik međ Shaktar.
Teixeira í leik međ Shaktar. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Alex Teixeira, framherja Shaktar Donetsk, hefur gert yfirmönnum sínum hjá Shaktar ljóst að hann vilji yfirgefa félagið og ganga í raðir Liverpool. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Heimildir Sky fréttastofunar herma einnig að Liverpool hafi boðið 25 milljónir punda í leikmanninn, en Chelsea er einnig sagt áhugasamt að krækja í kappann.

Phillipe Coutinho og Lucas Leiva eru miklir vinir Texeira og hann er talinn viljugur að ganga í raðir þeirra rauðklæddu frá Bítlaborginni, en sagan segir að hann bíði eftir að fá grænt ljós frá forráðamönnum Shaktar.

Þessi 26 ára gamli Brasilíumaður hefur verið frábær fyrir Shaktar á tímabilinu; skorað 22 mörk í einungis sextán leikjum, en Shaktar er á toppi úrvalsdeildarinnar.

Teixeira, sem er nú með Shaktar í æfingarbúðum á Florida, er samningsbundinn Shaktar til júní 2018.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Teixeira vill yfirgefa Shaktar og ganga í rađir Liverpool
Fara efst