Tapiđ á móti Króatíu í kvöld hefur slćm áhrif á ţrjú stórmót

 
Handbolti
21:00 19. JANÚAR 2016
Stefán Rafn Sigurmannsson í leiknum í kvöld.
Stefán Rafn Sigurmannsson í leiknum í kvöld. VÍSIR/VALLI

Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar.

Auk þess að vera úr leik á EM 2016 eftir aðeins þrjá leiki þá á íslenska liðið ekki lengur möguleika á því að komast á Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og þá eru líkur á því að liðið verði í neðri styrkleikaflokki í undankeppni HM í Frakklandi sem gerir liðinu mun erfiðara fyrir að komast á næsta HM.

Strákarnir settu stefnuna á fjórðu Ólympíuleikana í röð en nú er orðið ljóst að í fyrsta sinn síðan í Sydney 2000 verður Ísland ekki með handboltalið á leikunum.

Verði íslenska liðið í neðri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í umspilið um laus sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi þá fær liðið mögulega leiki á móti einni af bestu handboltaþjóðum Evrópu sem er mjög erfitt verkefni.  

Serbía endaði í 13. sæti á EM 2014 og var þá í efri styrkleikaflokki þegar dregið var í umspilið. Liðin sem enduðu í 14. til 16. sæti á EM í Danmörku 2014, Noregur, Tékkland og Svartfjallaland, voru öll í neðri styrkleikaflokki.

Frakkar eru þegar komnir inn á HM á heimavelli árið 2017 og þrjár efstu þjóðirnar á EM 2016 komast einnig beint á HM og sleppa við umspilið. Næstu átta þjóðir fara hinsvegar í umspilið og gætu orðið mótherjar íslenska liðsins.

Íslenska liðið tapaði með níu marka mun fyrir Króatíu í kvöld og það gæti farið svo að Ísland mæti Króatíu í umspilinu í vor.  Það eru margar aðrar sterkar þjóðir sem þurfa að fara umspilsleiðina inn á HM.

Fari allt á versta veg mun íslenska landsliðið fyrst eiga möguleika á því að komast á stórmót þegar EM fer fram í Króatíu í janúar 2018.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Tapiđ á móti Króatíu í kvöld hefur slćm áhrif á ţrjú stórmót
Fara efst