Erlent

Tali ekkert um samkynhneigða

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Líklegt þykir að Obama tali um stöðu samkynhneigðra í Keníu í heimsókn sinni til landsins.
Líklegt þykir að Obama tali um stöðu samkynhneigðra í Keníu í heimsókn sinni til landsins. nordicphotos/afp
Háttsettir stjórnmálamenn í Keníu hafa skorað á Barack Obama Bandaríkjaforseta að skilja allt tal um réttindi samkynhneigðra eftir í heimalandi sínu áður en hann kemur í heimsókn til Kenía seinna í mánuðinum.

Varaforseti landsins, William Ruto, og forseti þingsins, Justin Muturi, eru þeirra á meðal.

Forsetarnir tveir hafa varað hann við málefninu en þeir segja samkynhneigð ókristna og skítuga.

Líklegt þykir að Obama hundsi ráðgjöf Keníumannanna líkt og í heimsóknum sínum til Suður-Afríku, Tansaníu og Senegal.

Samband evangelískra kirkna í Keníu efndi til mótmælagöngu í gær til að mótmæla afstöðu Obama til réttinda samkynhneigðra. Fréttastofa New York Times greindi frá því að einungis 35 höfðu mætt í gönguna.

„Þegar Obama kemur ætlum við að biðja hann um að virða siðferði Keníumanna og trú þeirra,“ sagði Mark Kariuki, leiðtogi sambandsins.

William Ruto, varaforseti Keníu, sagði á sunnudag að samkynja pör ættu að yfirgefa landið en kynlíf samkynja einstaklinga er ólöglegt í Kenía.

Þeir sem brjóta þau lög eiga yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist.

Heimsóknin er fyrsta opinbera heimsókn Obama til landsins, heimalands föður síns. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×