Innlent

Taldi mótmælendur á Austurvelli í gær og fékk út 1703

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá mótmælunum á Austurvelli í gær.
Frá mótmælunum á Austurvelli í gær. Vísir/Stefán
Kristjón Benediktsson setur stórt spurningamerki við fjölda þeirra sem mættu á mótmælin á Austurvelli í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu annars vegar og skipuleggjendum hins vegar mættu yfir 7000 manns á Austurvöll. Kristjón er ósammála.

„Vinstri gnarrar hafa alltaf verið töluglöggir - Hér er nákvæm talning á því sem þeir segja 7000 - 1703 er sannleikurinn - En sannleikurinn hefur nú aldrei tafið þá í fullyrðingagleðinni!“

Kristjón segist í samtali við Vísi styðjast við talningu Gunnars Þórarinssonar ljósmyndara. Hann hafi gert lauslega talningu sjálfur á ákveðnu svæði og sjái ekki betur en niðurstaða Gunnars sé nærri lagi.

Uppfært klukkan 11:22

Jóhannes Benediktsson tók myndina en Gunnar Þórarinsson framkvæmdi talninguna. gagnrýnir Jóhannes aðferðafræði Gunnars við talninguna í athugasemd við innlegg Kristjóns.

Þrjár athugasemdir:

1. Þessa mynd tók ég, ekki Gunnar.

2. Fjórir (óháðir) talningamenn stóðu á hornum Austurvallar og töldu mannskapinn með þar til gerðum græjum. Þeir töldu 8.260 manns. Lögreglan sagði 7.000 - 8.000 manns hafi mætt, en hún er þekkt fyrir að áætla varlega.

3. Ekki kemur fram hvaða aðferðafræði Gunnar notar. Svo virðist sem hann hafi teiknað einhverjar línur og einfaldlega slumpað á mannfjöldann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×