Talar þú við ferðamenn? Jónas Guðmundsson skrifar 27. desember 2013 07:00 Þú kannski starfar líka í ferðaþjónustu? Kannski á gististað eða í afþreyingu, leigir út bíla eða selur veitingar, já eða olíu á bílinn? Ef þú svarar framangreindum spurningum jákvætt er það líka þitt hlutverk að gefa þeim ferðamönnum sem þú talar við upplýsingar. Ekki eingöngu um náttúruperlur sem fram undan eru eða mögulega veitinga- og gististaði heldur líka um aðstæður á svæðinu. Í september komu rúmlega 70.000 ferðamenn til landsins sem var um 13% aukning frá fyrra ári samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Ekkert bendir til annars en að einhver, jafnvel álíka, aukning verði á komandi vetrarmánuðum. Það merkir að tugir þúsunda ferðamenn verða á ferðinni í hverjum mánuði að njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða. Við Íslendingar þekkjum ágætlega aðstæður hér á landi, hálku sem getur myndast að kvöldlagi eftir rakan dag, skafrenning sem fýkur yfir veginn sem annars er auður og vindhviður sem hrista bílinn þegar ekið er meðfram fjöllum. Svo ekki sé nú talað um rok og rigningu, slagveður sem getur verið svo kraftmikið að ekki er stætt. Við þekkjum líka þá staðreynd að þó veður sé skaplegt á láglendi getur geisað ofsaveður þúsund metrum hærra þegar til fjalla er komið. En þessu gera erlendir ferðamenn sér ekkert endilega grein fyrir né þeirri staðreynd að veður getur breyst úr blíðu í ofsaveður á örfáum klukkustundum. Þar kemur þú inn, þú sem talar við ferðamenn og hefur tækifæri á að upplýsa um hálkuna eða hvassviðrið sem er spáð á næstu klukkundum. Enn frekar hefur þú tækifæri á að upplýsa um staðbundnar aðstæður sem þú sem heimamaður þekkir betur en nokkur annar.Hlutverk allra Það verður að vera hlutverk allra þeirra sem starfa í og koma að ferðaþjónustu að upplýsa ferðamenn um aðstæður hverju sinni. Taka sér eina mínútu og ræða sérstaklega við ferðamanninn um hvert förinni er heitið og benda á hvað þarf að hafa í huga ef aðstæður gætu verið annað en eðlilegar. Mikilvægt er þá að setja sig í spor ferðamannsins sem kannski hefur enga reynslu af snjó, hálku eða íslensku votviðri, svo ekki sé nú talað um sandstorma. Það er því miður svo að fjármagn er ekki til staðar til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna sem hingað koma. Má þar nefna að ekki er rutt nema fimm daga í viku að Gullfossi, merkingum er víða ábótavant og fleira mætti tína til. Vilji allra sem að þessum málaflokki koma er þó mikill í þá átt að bæta úr því sem þarf. En þetta setur enn meiri kröfur á þá sem upplýsa ferðamenn. Það verða allir að vita að Gullfossvegur og bílastæði við Gullfoss eru ekki rudd á þriðjudögum og laugardögum. Ef færð er erfið eða slæm þarf að benda ferðamönnum á að fara ekki á þær slóðir svo eitt dæmi sé tekið. Á vefsíðunni safetravel.is sem rekin er af Slysavarnafélaginu Landsbjörg með stuðningi ýmissa aðila má finna helstu upplýsingar sé eitthvað athugavert við færð og veður hér á landi. Á vefsíðu Vegagerðarinnar vegagerdin.is má finna upplýsingar um færð á vegum og á vedur.is, vefsíðu Veðurstofunnar, má finna greinargott yfirlit yfir veðurspár komandi daga. Viðbragðsaðilar eins og lögregla og björgunarsveitir hafa að vetrarlagi síðustu árin sinnt hundruðum ferðamanna sem lent hafa í vandræðum, fest bíla í ófærð, villst af leið eða lent í hrakningum utan alfaraleiða. Réttar og góðar upplýsingar um aðstæður hverju sinni eru lykilþáttur í því að fækka þeim tilfellum. Þá upplýsingagjöf þurfa allir sem koma að ferðaþjónustu að tileinka sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Þú kannski starfar líka í ferðaþjónustu? Kannski á gististað eða í afþreyingu, leigir út bíla eða selur veitingar, já eða olíu á bílinn? Ef þú svarar framangreindum spurningum jákvætt er það líka þitt hlutverk að gefa þeim ferðamönnum sem þú talar við upplýsingar. Ekki eingöngu um náttúruperlur sem fram undan eru eða mögulega veitinga- og gististaði heldur líka um aðstæður á svæðinu. Í september komu rúmlega 70.000 ferðamenn til landsins sem var um 13% aukning frá fyrra ári samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Ekkert bendir til annars en að einhver, jafnvel álíka, aukning verði á komandi vetrarmánuðum. Það merkir að tugir þúsunda ferðamenn verða á ferðinni í hverjum mánuði að njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða. Við Íslendingar þekkjum ágætlega aðstæður hér á landi, hálku sem getur myndast að kvöldlagi eftir rakan dag, skafrenning sem fýkur yfir veginn sem annars er auður og vindhviður sem hrista bílinn þegar ekið er meðfram fjöllum. Svo ekki sé nú talað um rok og rigningu, slagveður sem getur verið svo kraftmikið að ekki er stætt. Við þekkjum líka þá staðreynd að þó veður sé skaplegt á láglendi getur geisað ofsaveður þúsund metrum hærra þegar til fjalla er komið. En þessu gera erlendir ferðamenn sér ekkert endilega grein fyrir né þeirri staðreynd að veður getur breyst úr blíðu í ofsaveður á örfáum klukkustundum. Þar kemur þú inn, þú sem talar við ferðamenn og hefur tækifæri á að upplýsa um hálkuna eða hvassviðrið sem er spáð á næstu klukkundum. Enn frekar hefur þú tækifæri á að upplýsa um staðbundnar aðstæður sem þú sem heimamaður þekkir betur en nokkur annar.Hlutverk allra Það verður að vera hlutverk allra þeirra sem starfa í og koma að ferðaþjónustu að upplýsa ferðamenn um aðstæður hverju sinni. Taka sér eina mínútu og ræða sérstaklega við ferðamanninn um hvert förinni er heitið og benda á hvað þarf að hafa í huga ef aðstæður gætu verið annað en eðlilegar. Mikilvægt er þá að setja sig í spor ferðamannsins sem kannski hefur enga reynslu af snjó, hálku eða íslensku votviðri, svo ekki sé nú talað um sandstorma. Það er því miður svo að fjármagn er ekki til staðar til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu við sívaxandi fjölda ferðamanna sem hingað koma. Má þar nefna að ekki er rutt nema fimm daga í viku að Gullfossi, merkingum er víða ábótavant og fleira mætti tína til. Vilji allra sem að þessum málaflokki koma er þó mikill í þá átt að bæta úr því sem þarf. En þetta setur enn meiri kröfur á þá sem upplýsa ferðamenn. Það verða allir að vita að Gullfossvegur og bílastæði við Gullfoss eru ekki rudd á þriðjudögum og laugardögum. Ef færð er erfið eða slæm þarf að benda ferðamönnum á að fara ekki á þær slóðir svo eitt dæmi sé tekið. Á vefsíðunni safetravel.is sem rekin er af Slysavarnafélaginu Landsbjörg með stuðningi ýmissa aðila má finna helstu upplýsingar sé eitthvað athugavert við færð og veður hér á landi. Á vefsíðu Vegagerðarinnar vegagerdin.is má finna upplýsingar um færð á vegum og á vedur.is, vefsíðu Veðurstofunnar, má finna greinargott yfirlit yfir veðurspár komandi daga. Viðbragðsaðilar eins og lögregla og björgunarsveitir hafa að vetrarlagi síðustu árin sinnt hundruðum ferðamanna sem lent hafa í vandræðum, fest bíla í ófærð, villst af leið eða lent í hrakningum utan alfaraleiða. Réttar og góðar upplýsingar um aðstæður hverju sinni eru lykilþáttur í því að fækka þeim tilfellum. Þá upplýsingagjöf þurfa allir sem koma að ferðaþjónustu að tileinka sér.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun