Innlent

Taktu umdeilda enskuprófið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil óánægja er á meðal kennara með samræmda prófið í ensku sem lagt var fyrir nema í 10.bekk.
Mikil óánægja er á meðal kennara með samræmda prófið í ensku sem lagt var fyrir nema í 10.bekk.
Tungumálakennarar á Norðurlandi vestra gera alvarlegar athugasemdir við samræmda könnunarprófið í ensku haustið 2014 og telja kennararnir það hvorki hafa verið í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, né standist það grunnskólalög.

Tungumálakennararnir hittust á Haustþingi KSNV, sem haldið var á Blönduósi þann 3. október sl. og fóru yfir prófið þar í sameiningu. Var það almenn niðurstaða fundarmanna að enskuprófið hafi verið mun þyngra en samræmdu prófin í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir 10. bekk í haust.

Hér að neðan geta lesendur Vísis þreytt prófið sem lagt var fyrir nemendur í 10. bekk í Varmahlíðaskóla. Nauðsynlegt er að opna myndirnar til að sjá prófið nægilega vel:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×