Innlent

Táknmál í símaskrána

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Með samstarfi við Já gefst okkur tækifæri á að kynna og upplýsa almenning meira um táknmálið og hvar megi nálgast það.“
„Með samstarfi við Já gefst okkur tækifæri á að kynna og upplýsa almenning meira um táknmálið og hvar megi nálgast það.“
Þjónustufyrirtækið Já hefur skrifað undir samstarfssamning við Félag heyrnarlausra um miðlun fræðsluefnis í símaskránni 2015, á 55 ára afmælisári félagsins. Áhersla verður lögð á að kynna táknmálið fyrir Íslendingum og vekja áhuga á tungumálinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Já.

„Eitt af markmiðum í starfi Félags heyrnarlausra er að gera íslenska táknmálið sýnilegt og aðgengilegt sem flestum,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra.

„Með samstarfi við Já gefst okkur tækifæri á að kynna og upplýsa almenning meira um táknmálið og hvar megi nálgast það. Við hjá félaginu þökkum það jákvæða og góða viðhorf sem Já hefur sýnt okkur með samstarfi um íslenska táknmálið í Símaskránna 2015,“ bætir hann við.

Þá segir Lilja Hallbjörnsdóttir, þjónustustjóri Já, að unnið hafi verið að því allt frá stofnun fyrirtæksins að leita leiða til að sem flestir geti nýtt sér þjónustu Já til að eiga viðskipti og samskipti í gegnum fjölbreytta miðla Já. „Við finnum fyrir mikilli ánægju og þakklæti frá þeim sem hafa nýtt sér þessa endurgjaldslausu þjónustu og erum mjög stolt af þessu samstarfi,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×