Takast þarf á við vandann á heimavelli Sæunn Gísladóttur skrifar 29. júní 2016 07:00 Fensby segir ómögulegt að viðhalda núverandi velferðarkerfum í ljósi gríðarlegs skattaundanskots. Fréttablaðið/Anton Brink Vandinn við skattaundanskot liggur ekki í skattaskjólunum þar sem peningurinn er skráður. Ef vilji er til að uppræta skattaundanskot þarf að takast á við vandann heima fyrir. Þetta er mat Torstens Fensby, verkefnastjóri hjá Norræna ráðherraráðinu, sem hélt fyrirlestur um skattaundanskot á opnum fundi í Norræna húsinu í gær. „Við þurfum að gera ráðstafanir til þess að aftengja fjármálastarfsemi í skattaskjólum. Við þurfum að skapa sjálfbært efnahagslegt samfélag, ef okkur tekst það ekki mun verða önnur fjármálakreppa innan nokkurra ára,“ sagði Fensby á fundinum. Fensby hefur háð áralanga baráttu gegn skattaundanskotum og leiddi sameiginlegt verkefni norrænu ríkisstjórnanna um gerð upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála við aflandssvæði. Því verkefni er nýlokið. Á fundinum fór Fensby yfir skilgreiningu skattaundanskota, af hverju fólk nýtir sér skattaskjól og hvernig viðbrögð almennings við hneykslismálum hafa breyst eftir fjármálakreppuna árið 2008. „Maður nýtir sér ekki skattaskjól án ástæðu. Það er alltaf til þess að komast hjá því að lúta einhverjum lögum. Það eru ekki endilega skattalög, það geta verið reglugerðir og lög um fjármálamarkaði. Annars væri engin ástæða til að nýta sér skattaparadísir, því það er mjög kostnaðarsamt,“ sagði Fensby. Fensby sagði að þegar Liechtenstein-hneykslið kom upp árið 2007 hefðu viðbrögð almennings ekki verið á pari við Panama-skjölin. „Ég held að efnahagslega og pólitíska umhverfið sé mjög breytt í dag. Við fylgjumst betur með hvað ríkisstjórnir gera við skattpeninga okkar. Þess vegna held ég að viðbrögðin hafi verið sterkari. Auk þess sem stjórnmálamenn tengdust Panama-skjölunum.“ Fensby benti á stærð vandans, áætlað er að 30 þúsund milljarðar dollara liggi í skattaskjóli. „Aflandsmarkaðurinn er að verða fórnarlamb eigin velgengni. Þetta er orðið svo stórt og allir nýta sér þetta. Við stöndum frammi fyrir þeim vanda í dag að heima erum við með hagkerfi sem fylgir reglum og er skattlagt, en svo eru til aflandsmarkaðir þar sem reglurnar gilda ekki og fólk kemst að mestu hjá skattgreiðslum. Á sama tíma erum við að reyna að standa undir sama velferðarkerfi og fyrir þrjátíu árum, það gengur bara ekki upp.“ Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Vandinn við skattaundanskot liggur ekki í skattaskjólunum þar sem peningurinn er skráður. Ef vilji er til að uppræta skattaundanskot þarf að takast á við vandann heima fyrir. Þetta er mat Torstens Fensby, verkefnastjóri hjá Norræna ráðherraráðinu, sem hélt fyrirlestur um skattaundanskot á opnum fundi í Norræna húsinu í gær. „Við þurfum að gera ráðstafanir til þess að aftengja fjármálastarfsemi í skattaskjólum. Við þurfum að skapa sjálfbært efnahagslegt samfélag, ef okkur tekst það ekki mun verða önnur fjármálakreppa innan nokkurra ára,“ sagði Fensby á fundinum. Fensby hefur háð áralanga baráttu gegn skattaundanskotum og leiddi sameiginlegt verkefni norrænu ríkisstjórnanna um gerð upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála við aflandssvæði. Því verkefni er nýlokið. Á fundinum fór Fensby yfir skilgreiningu skattaundanskota, af hverju fólk nýtir sér skattaskjól og hvernig viðbrögð almennings við hneykslismálum hafa breyst eftir fjármálakreppuna árið 2008. „Maður nýtir sér ekki skattaskjól án ástæðu. Það er alltaf til þess að komast hjá því að lúta einhverjum lögum. Það eru ekki endilega skattalög, það geta verið reglugerðir og lög um fjármálamarkaði. Annars væri engin ástæða til að nýta sér skattaparadísir, því það er mjög kostnaðarsamt,“ sagði Fensby. Fensby sagði að þegar Liechtenstein-hneykslið kom upp árið 2007 hefðu viðbrögð almennings ekki verið á pari við Panama-skjölin. „Ég held að efnahagslega og pólitíska umhverfið sé mjög breytt í dag. Við fylgjumst betur með hvað ríkisstjórnir gera við skattpeninga okkar. Þess vegna held ég að viðbrögðin hafi verið sterkari. Auk þess sem stjórnmálamenn tengdust Panama-skjölunum.“ Fensby benti á stærð vandans, áætlað er að 30 þúsund milljarðar dollara liggi í skattaskjóli. „Aflandsmarkaðurinn er að verða fórnarlamb eigin velgengni. Þetta er orðið svo stórt og allir nýta sér þetta. Við stöndum frammi fyrir þeim vanda í dag að heima erum við með hagkerfi sem fylgir reglum og er skattlagt, en svo eru til aflandsmarkaðir þar sem reglurnar gilda ekki og fólk kemst að mestu hjá skattgreiðslum. Á sama tíma erum við að reyna að standa undir sama velferðarkerfi og fyrir þrjátíu árum, það gengur bara ekki upp.“
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira