Takast þarf á við vandann á heimavelli Sæunn Gísladóttur skrifar 29. júní 2016 07:00 Fensby segir ómögulegt að viðhalda núverandi velferðarkerfum í ljósi gríðarlegs skattaundanskots. Fréttablaðið/Anton Brink Vandinn við skattaundanskot liggur ekki í skattaskjólunum þar sem peningurinn er skráður. Ef vilji er til að uppræta skattaundanskot þarf að takast á við vandann heima fyrir. Þetta er mat Torstens Fensby, verkefnastjóri hjá Norræna ráðherraráðinu, sem hélt fyrirlestur um skattaundanskot á opnum fundi í Norræna húsinu í gær. „Við þurfum að gera ráðstafanir til þess að aftengja fjármálastarfsemi í skattaskjólum. Við þurfum að skapa sjálfbært efnahagslegt samfélag, ef okkur tekst það ekki mun verða önnur fjármálakreppa innan nokkurra ára,“ sagði Fensby á fundinum. Fensby hefur háð áralanga baráttu gegn skattaundanskotum og leiddi sameiginlegt verkefni norrænu ríkisstjórnanna um gerð upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála við aflandssvæði. Því verkefni er nýlokið. Á fundinum fór Fensby yfir skilgreiningu skattaundanskota, af hverju fólk nýtir sér skattaskjól og hvernig viðbrögð almennings við hneykslismálum hafa breyst eftir fjármálakreppuna árið 2008. „Maður nýtir sér ekki skattaskjól án ástæðu. Það er alltaf til þess að komast hjá því að lúta einhverjum lögum. Það eru ekki endilega skattalög, það geta verið reglugerðir og lög um fjármálamarkaði. Annars væri engin ástæða til að nýta sér skattaparadísir, því það er mjög kostnaðarsamt,“ sagði Fensby. Fensby sagði að þegar Liechtenstein-hneykslið kom upp árið 2007 hefðu viðbrögð almennings ekki verið á pari við Panama-skjölin. „Ég held að efnahagslega og pólitíska umhverfið sé mjög breytt í dag. Við fylgjumst betur með hvað ríkisstjórnir gera við skattpeninga okkar. Þess vegna held ég að viðbrögðin hafi verið sterkari. Auk þess sem stjórnmálamenn tengdust Panama-skjölunum.“ Fensby benti á stærð vandans, áætlað er að 30 þúsund milljarðar dollara liggi í skattaskjóli. „Aflandsmarkaðurinn er að verða fórnarlamb eigin velgengni. Þetta er orðið svo stórt og allir nýta sér þetta. Við stöndum frammi fyrir þeim vanda í dag að heima erum við með hagkerfi sem fylgir reglum og er skattlagt, en svo eru til aflandsmarkaðir þar sem reglurnar gilda ekki og fólk kemst að mestu hjá skattgreiðslum. Á sama tíma erum við að reyna að standa undir sama velferðarkerfi og fyrir þrjátíu árum, það gengur bara ekki upp.“ Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Vandinn við skattaundanskot liggur ekki í skattaskjólunum þar sem peningurinn er skráður. Ef vilji er til að uppræta skattaundanskot þarf að takast á við vandann heima fyrir. Þetta er mat Torstens Fensby, verkefnastjóri hjá Norræna ráðherraráðinu, sem hélt fyrirlestur um skattaundanskot á opnum fundi í Norræna húsinu í gær. „Við þurfum að gera ráðstafanir til þess að aftengja fjármálastarfsemi í skattaskjólum. Við þurfum að skapa sjálfbært efnahagslegt samfélag, ef okkur tekst það ekki mun verða önnur fjármálakreppa innan nokkurra ára,“ sagði Fensby á fundinum. Fensby hefur háð áralanga baráttu gegn skattaundanskotum og leiddi sameiginlegt verkefni norrænu ríkisstjórnanna um gerð upplýsingaskiptasamninga á sviði skattamála við aflandssvæði. Því verkefni er nýlokið. Á fundinum fór Fensby yfir skilgreiningu skattaundanskota, af hverju fólk nýtir sér skattaskjól og hvernig viðbrögð almennings við hneykslismálum hafa breyst eftir fjármálakreppuna árið 2008. „Maður nýtir sér ekki skattaskjól án ástæðu. Það er alltaf til þess að komast hjá því að lúta einhverjum lögum. Það eru ekki endilega skattalög, það geta verið reglugerðir og lög um fjármálamarkaði. Annars væri engin ástæða til að nýta sér skattaparadísir, því það er mjög kostnaðarsamt,“ sagði Fensby. Fensby sagði að þegar Liechtenstein-hneykslið kom upp árið 2007 hefðu viðbrögð almennings ekki verið á pari við Panama-skjölin. „Ég held að efnahagslega og pólitíska umhverfið sé mjög breytt í dag. Við fylgjumst betur með hvað ríkisstjórnir gera við skattpeninga okkar. Þess vegna held ég að viðbrögðin hafi verið sterkari. Auk þess sem stjórnmálamenn tengdust Panama-skjölunum.“ Fensby benti á stærð vandans, áætlað er að 30 þúsund milljarðar dollara liggi í skattaskjóli. „Aflandsmarkaðurinn er að verða fórnarlamb eigin velgengni. Þetta er orðið svo stórt og allir nýta sér þetta. Við stöndum frammi fyrir þeim vanda í dag að heima erum við með hagkerfi sem fylgir reglum og er skattlagt, en svo eru til aflandsmarkaðir þar sem reglurnar gilda ekki og fólk kemst að mestu hjá skattgreiðslum. Á sama tíma erum við að reyna að standa undir sama velferðarkerfi og fyrir þrjátíu árum, það gengur bara ekki upp.“
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira