Tæring í klæðningu náttúrfræðahúss 7. júlí 2004 00:01 Klæðning nýs náttúrufræðahúss Háskóla Íslands, Öskju, er að gefa sig samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Askja var formlega tekin í notkun í apríl síðastliðnum en bygging hússins hófst árið 1997. Samkvæmt heimildum blaðsins veldur hönnunargalli því að klæðningin sem þekur húsið að utan er að tærast upp. Ryðfríir naglar hafi verið settir í klæðninguna og það valdi spennusviði sem hafi tæringu í för með sér. Ekki mun vera hægt að stöðva eyðilegginguna samkvæmt heimildum en jafnvel er talið er að skipta þurfi um klæðninguna með ærnum tilkostnaði. Einn heimildarmanna blaðsins sagði jafnframt að fagmenn hefðu varað við tæringunni þegar bygging hússins stóð yfir. Ekki hafi verið orðið við athugasemdum þeirra. Bygging Öskju var fjármögnuð með tekjum frá Happdrætti Háskóla Íslands eins og aðrar byggingar Háskólans. Heildarkostnaður við byggingu hússins nemur 2,2 milljörðum króna samkvæmt bráðabirgðauppgjöri frá því í apríl. Er þar innifalinn allur kostnaður við bygginguna, þar með talinn sérhæfður búnaður til rannsókna, samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands. Askja hýsir náttúruvísindanemendur Háskólans auk náttúruvísindastofnana Háskólans. Fjöldi nemenda sem þar stunda nám er á sjöunda hundrað en kennsla hófst í húsinu þann 7. janúar síðastliðinn. "Mér hefur borist þetta til eyrna," segir Brynjólfur Sigurðsson, formaður byggingarnefndar Háskóla Íslands, aðspurður um skemmdir á klæðningu hússins. "Ef þetta er eins og mér hefur verið tjáð verður málið rannsakað ítarlega." Brynjólfur segist á þessi stigi málsins ekki vita í hverju skemmdirnar geti falist. "Ég er að reyna að ná í sérfræðinga til þess að rannsaka málið," segir Brynjólfur. Hönnuður hússins, Maggi Jónsson arkitekt, sagðist ekki kunnugt um málið þegar haft var samband við hann. Fréttir Innlent Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Klæðning nýs náttúrufræðahúss Háskóla Íslands, Öskju, er að gefa sig samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Askja var formlega tekin í notkun í apríl síðastliðnum en bygging hússins hófst árið 1997. Samkvæmt heimildum blaðsins veldur hönnunargalli því að klæðningin sem þekur húsið að utan er að tærast upp. Ryðfríir naglar hafi verið settir í klæðninguna og það valdi spennusviði sem hafi tæringu í för með sér. Ekki mun vera hægt að stöðva eyðilegginguna samkvæmt heimildum en jafnvel er talið er að skipta þurfi um klæðninguna með ærnum tilkostnaði. Einn heimildarmanna blaðsins sagði jafnframt að fagmenn hefðu varað við tæringunni þegar bygging hússins stóð yfir. Ekki hafi verið orðið við athugasemdum þeirra. Bygging Öskju var fjármögnuð með tekjum frá Happdrætti Háskóla Íslands eins og aðrar byggingar Háskólans. Heildarkostnaður við byggingu hússins nemur 2,2 milljörðum króna samkvæmt bráðabirgðauppgjöri frá því í apríl. Er þar innifalinn allur kostnaður við bygginguna, þar með talinn sérhæfður búnaður til rannsókna, samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands. Askja hýsir náttúruvísindanemendur Háskólans auk náttúruvísindastofnana Háskólans. Fjöldi nemenda sem þar stunda nám er á sjöunda hundrað en kennsla hófst í húsinu þann 7. janúar síðastliðinn. "Mér hefur borist þetta til eyrna," segir Brynjólfur Sigurðsson, formaður byggingarnefndar Háskóla Íslands, aðspurður um skemmdir á klæðningu hússins. "Ef þetta er eins og mér hefur verið tjáð verður málið rannsakað ítarlega." Brynjólfur segist á þessi stigi málsins ekki vita í hverju skemmdirnar geti falist. "Ég er að reyna að ná í sérfræðinga til þess að rannsaka málið," segir Brynjólfur. Hönnuður hússins, Maggi Jónsson arkitekt, sagðist ekki kunnugt um málið þegar haft var samband við hann.
Fréttir Innlent Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira