Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt

Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6. Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosið virðist búið

Eldgosið í Grímsvötnum virðist vera búið eða að minnsta kosti í dauðateygjunum. Veðurstofan hafði upplýsingar frá fólki sem flaug yfir Vatnajökul í dag að ekki væri lengur neitt eldgos að sjá, aðeins örlítinn gufustrók upp úr gígnum.

Innlent
Fréttamynd

Nær engin virkni við Grímsvötn

Nær engin skjálftavirkni hefur verið á Grímsvatnasvæðinu í nótt sem bendir til þess að sáralítil sem engin gosvirkni sé lengur á svæðinu. Ekkert hefur heldur sést til goss á veðurratsjá Veðurstofunnar og hefur Veðurstofan ekki sent neinar viðvaranir út í nótt vegna eldsumbrota þar.

Innlent
Fréttamynd

Krafturinn úr gosinu

"Það gýs nú ennþá," sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði á raunvísindastofnun Háskóla Íslands, þegar hann var spurður að því í gær hvort botninn væri dottinn úr Grímsvatnagosinu í Vatnajökli.

Innlent
Fréttamynd

Öskufallið raskaði flugi

Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Virknin í Grímsvötnum minni

Virkni í Grímsvötnum er minni þessa stundina og er einnig orðin hviðukennd eins og gerist í Grímsvatnagosum, auk þess sem hlaup í Skeiðará virðist vera í rénun. Af þessum ástæðum hefur samhæfingarstöð almannavarna verið lokað í bili og bakvakt almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur tekið við eftirlitshlutverki almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Mögnuð upplifun á jöklinum

"Þegar gosið fór að aukast um klukkan fimm og við að huga að heimferð urðum við varir við titring í jöklinum og vorum að tala um að þá hefði verið gaman að sjá jarðskjálftamælana hjá þeim á Veðurstofunni," sagði Jón Ólafur Magnússon fjallamaður, sem fór á þriðjudaginn í jeppaferð upp á Vatnajökul til að sjá Grímsvatnagosið í návígi.

Innlent
Fréttamynd

Heltekinn af hamfaraflóðum

Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis.

Innlent
Fréttamynd

Verulegur kraftur í gosinu

Verulegur kraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum í dag þótt hann sé talinn heldur minni en í gær. Magnaðar myndir náðust af gígbarminum í leiðangri jeppamanna. Friðrik Þór Halldórsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, var í hópi leiðangursmanna. 

Innlent
Fréttamynd

Truflar flug í Noregi og Svíþjóð

Fíngerð aska úr Grímsvatnagosinu er farin að trufla flug í Norður-Noregi og Svíþjóð líkt og hér innanlands. Veðurstofur þar vara við ösku í 15-50 þúsund feta hæð þannig að flugvélar þurfa að fljúga undir öskunni eða krækja fyrir öskugeirann.

Innlent
Fréttamynd

Breytileg gosvirkni í Grímsvötnum

Virknin í gosstöðvunum í Grímsvötnum hefur verið nokkuð breytileg í nótt og virðist nú heldur minni en í gær, að sögn Veðurstofu.  Um miðnættið dró nokkuð úr krafti gossins, en jókst svo aftur um klukkan 2:30 í nótt og hefur verið nokkuð svipaður síðan.

Innlent
Fréttamynd

Hin rámu regindjúp rymja á ný

Fyrsta Grímsvatnagos aldarinnar hefur litið dagsins ljós en talið er að þar hafi gosið í það minnsta fimmtíu sinnum frá landnámi. Gosin koma gjarnan í lotum en þess á milli liggur eldstöðin í dvala. Ný hrina er nú í uppsiglingu.

Innlent
Fréttamynd

Öflugra en gosið fyrir 6 árum

Óvenju öflugt eldgos hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi. Fréttastofan náði tali af Magnúsi Tuma Guðmundssyni prófessor þegar hann var að leggja upp í flugferð yfir eldstöðvarnar í morgun. Hann segir gosið í nótt mun öflugra en gosið í Grímsvötnum árið 1998 sem sést á því að gosmökkurinn núna nær 13 kílómetra upp í loftið en hann náði aðeins 10 kílómetra hæð fyrir sex árum.

Innlent
Fréttamynd

Gosið virðist færast í aukana

Gosið í Grímsvötnum virðist vera að færast í aukana. Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður er við barm gígsins fyrir neðan Háubungu þar sem hann horfir austur yfir Grímsvötn og segir hann mikið ganga á. Gífurlegir bólstrar koma úr gígnum og segir Friðrik að miðað við þá rúmu klukkustund sem hann hafi fylgst með gosinu virðist það vera að aukast.

Innlent
Fréttamynd

Meira en fyrir sex árum

Vísindamenn sem voru að koma úr flugi yfir gosstöðvarnar segja að eldgosið nú sé meira en síðasta Grímsvatnagos fyrir sex árum. Nú undir kvöld gaf Flugmálastjórn það út að flug væri hvorki heimilað á Akureyri né Egilsstaði.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta hlaup síðan 1996

Hlaupið nú er það stærsta sem komið hefur í Skeiðará eftir hamfarahlaupið 1996. Helgi Björnsson jöklafræðingur telur að hlaupinu verði lokið seinnipartinn á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Búfé á gjöf vegna goss

Öllu fé var smalað og það sett inn á gjöf á Möðrudal á Möðrudalsöræfum í gær, að sögn Önnu Birnu Snæþórsdóttur húsfreyju.

Innlent
Fréttamynd

Gosmökkurinn nær hátt til himins

Fyrstu merki um gosmökk frá eldgosinu í Grímsvötnum sáust á veðurradar Veðurstofunnar klukkan 23:10 í gærkvöld og náði mökkurinn þá upp í um 8 kílómetra hæð. Klukkan rúmlega 1 í nótt náði mökkurinn upp í um 13 kílómetra hæð, en hefur verið nokkuð breytilegur síðan þá. Gosmökkurinn sýnist á radarmyndinni vera frekar sunnarlega miðað við Grímsvötn, en að öllum líkindum er það vegna ónákvæmni í mælingunum, en radarinn er í um 260 km fjarlægð frá gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Flugsvæði lokað

Eldgosið í Grímsvötnum hefur valdið því að um 311.000 ferkílómetrasvæði norð-austur af gosstöðvunum er lokað fyrir flugumferð.

Innlent
Fréttamynd

Varað við umferð um jökulinn

Fyrir liggur að örar breytingar eru á gosinu við Grímsvötn samkvæmt tilkynningu frá Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra varar við umferð um jökulinn í ljósi þess að jökullinn er sprunginn og stórhættulegur yfirferðar.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert í líkingu við flóðið 1996

Flóð í Skeiðará nær að öllum líkindum hámarki í dag. Hlaupið er ekki talið verða ekki jafn mikið og árið 1996 þegar miklar skemmdir urðu á mannvirkjum á Skeiðarársandi.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á öskufalli í byggð

Flugumferð hefur verið beint suður fyrir Ísland í nótt vegna gosmakkar frá eldgosinu. Mest hætta á öskufalli í byggð er sem stendur norðaustur af eldstöðinni, eins og í Vopnafirði. Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi Almannavarna, segir hættu ekki stafa af gosinu að svo stöddu. Aukafréttatími verður á Stöð 2 klukkan 12.25.

Innlent
Fréttamynd

Miklar sprengingar í gígnum

Miklar sprengingar hafa verið í gígnum í Grímsvötnum í dag og stíga háir öskubólstrar upp frá gosstöðvunum. Það er talið að Grímsvötn hafi gosið um sjötíu sinnum frá því að land byggðist, oftar en nokkur önnur eldstöð.

Innlent
Fréttamynd

Ný goshrina hafin

Næstu 60 til 80 árin má búast við tíðum eldgosum í Vatnajökli að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings. Ekki er búist við miklu hlaupi í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Mannvirki ekki talin í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið kom gosinu af stað

Skeiðarárhlaupið virðist hafa komið gosinu af stað sem er þá í fyrsta sinn í 70 ár sem það gerist. Öskufalls vegna gossins í Grímsvötnum hefur orðið vart á Austurlandi, meðal annars á Möðrudal á Fjöllum. Yfirdýralæknir hefur ráðlagt bændum, og þá sérstaklega á austanverðu landinu, að taka fé sitt á hús svo það skaðist ekki af ösku en það getur fengið flúoreitrun af öskunni.

Innlent
Fréttamynd

Meiri bráðnun en venjulega

Eldgosið sem hófst í Grímsvötnum í gærkvöldi er sunnar og vestar en hefðbundnar gosstöðvar og er íshellan þar mun þykkari. Því verður meiri bráðnun en í venjulegu Grímsvatnagosi og er þegar farið að magnast hlaupið ofan til í Skeiðará. Sama er að segja um Gígjukvísl. Öskufalls hefur orðið vart í Möðrudal á Fjöllum.

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að um gos er að ræða

"Smám saman hefur orðið ljósara að um gos er að ræða í eða við Grímsvötn og það upp úr ísnum," segir í tilkynningu sem Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni sendi frá sér rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Veginum við Skeiðarársand lokað

Lögreglustjórarnir í Vík í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði hafa samkvæmt ráðleggingum jarðvísindamanna og almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra ákveðið að loka veginum um Skeiðarársand á miðnætti. Veginum verður lokað af öryggisástæðum. Lokanirnar verða við Núpsstað að vestan og við afleggjarann að Skaftafelli að austan.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugur gosórói í Grímsvötnum

Fullvíst má nú telja að eldgos sé hafið í eða við Grímsvötn. Samkvæmt tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna hófst stöðugur gosórói í Grímsvötnum um kl. 22:10 í kvöld. Í tilkynningunni segir að jarðvísindamenn og starfsfólk í samhæfingarstöð almannavarna fylgist með framvindu mála.

Innlent