Innlent

Fregnir af gjósku í Noregi

Enn er beðið gagna sem sýna endanlegt umfang gjóskufalls frá gosinu í Grímsvötnum sem lauk nú um helgina. Guðrún Larsen, sérfræðingur í gjóskulaga- og eldfjallafræði á jarð- og landfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, segir að endanlegar niðurstöðu liggi fyrir eftir nokkra daga, en óstaðfestar fregnir hermi að gjósku frá Grímsvatnagosinu hafi orðið vart í Noregi. "Hér heima virðist einhver vottur hafa fallið á Akureyri og austur um til Vopnafjarðar," segir Guðrún og bætir við að reyndar hafi einnig borist af því fregnir að gjóskufalls hafi líka orðið vart á Egilsstöðum. Ummerki leyna sér þó ekki á jöklinum þar sem greina má í hvaða átt gjóska hefur borist. "Þar sér maður að dökkur geiri liggur með stefnu yfir Dyngjujökul og Herðubreið. Gjóskugeirinn sem fór til suðurs náði hins vegar líklega aldrei út fyrir jökulinn, heldur eitthvað niður á Skeiðarárjökul," sagði Guðrún Larsen og lofaði frekari fregnum af gjóskufalli eftir nokkra daga.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×