Bólusetningar

Fréttamynd

Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólu­setningu

Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Bólu­efni Pfizer fær fullt markaðs­leyfi í Banda­ríkjunum

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt alfarið notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech við kórónuveirunni í Bandaríkjunum. Hingað til hefur bóluefnið verið notað í skjóli neyðarleyfis. Talið er að ákvörðunin gæti hvatt fleiri Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig.

Erlent
Fréttamynd

Hefja notkun á heimalöguðu bóluefni

Forseti Taívans reið á vaðið í dag og var á meðal þeirra fyrstu sem fengu nýtt innlent bóluefni gegn kórónuveirunni. Gagnrýnisraddir eru þó uppi um að notkun efnisins hafi verið samþykkt of hratt.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri foreldrar sem hringi og vilja koma börnum fyrr að

Bólusetningar hjá tólf til fimmtán ára börnum hófust í Laugardalshöll í morgun. Básar hafa verið settir upp fyrir börn sem kvíða sprautinni og sjúkrarúmum fjölgað vegna hættu á yfirliði. Skólahjúkrunarfræðingar sjá um bólusetninguna.

Innlent
Fréttamynd

Börn leitað til umboðsmanns vegna bólusetningar

Börn hafa leitað til embættis umboðsmanns barna vegna bólusetninga sem hefjast á morgun. Umboðsmaður leggur áherslu á að börn og foreldrar gefi sér tíma til þess að ræða ávinning og áhættu bólusetninga til þess að unnt sé að taka upplýsta ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Um vegna áhættu og ábata

Reglur um sóttkví barna og ungmenna munu valda uppnámi á næstu vikum. Það blasir við að þúsundir barna munu lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum. Skólastarf verður slitrótt.

Skoðun
Fréttamynd

Efast um þörfina á örvunarskömmtum

Efasemdaraddir eru uppi á meðal heilbrigðisvísindamanna um þörfina á því að gefa fólki örvunarskammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ekki sé ljóst að virkni efnanna gegn alvarlegum veikindum minnki með tímanum og þá sé brýnna að bólusetja þá sem hafa enn ekki verið bólusettir víðsvegar um heim.

Erlent
Fréttamynd

Delta mallar og breiðist hratt út í Flórída

Delta afbrigði kórónuveirunnar er í mikilli og vaxandi útbreiðslu í Flórída í Bandaríkjunum. Þannig voru 532 Covid-sjúklingar á Babtista sjúkrahúsum í ríkinu á miðvikudag, tvöfalt fleiri en þegar veiran fór á flug í júlímánuði.

Erlent
Fréttamynd

Þvingað samþykki?

Á mánudag var íbúum hjúkrunarheimila boðin þriðja sprautan vegna Covid-19. Þau voru með þeim fyrstu til að fá sprautur, milli jóla og nýárs. Almenningi var einnig boðin önnur eða þriðja sprautan í Laugardagshöll.

Skoðun
Fréttamynd

Örvunar­skammtar ríku þjóðanna eins og að út­deila öðru björgunar­vesti á meðan aðrir drukkna án vestis

Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis.

Erlent
Fréttamynd

Börn í borginni mæta í bólusetningu eftir viku

Bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Þá hófust bólusetningar að nýju í Laugardalshöll í morgun þar sem örvunarsprautur eru í boði. Börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 12-15 ára mæta í Laugardalshöll á mánudag og þriðjudag í næstu viku. 

Innlent
Fréttamynd

Þjóðverjar ráðast í bólusetningar barna

Þýska bólusetningarráðið, sem hefur fram að þessu mótað stefnu Þjóðverja í málaflokknum, hefur mælt með að ráðist verði í bólusetningar 12-17 ára. Ávinningurinn vegur þyngra en mögulegir ókostir, segir ráðið.

Erlent
Fréttamynd

Kannast ekki við skyndi­lega lömun ungrar konu eftir bólu­setningu

Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast.

Innlent
Fréttamynd

Hellisbúi nýjasti talsmaður bólusetninga

Rúmlega sjötugur Serbi sem búið hefur í helli undanfarin ár ratar nú í heimsfréttirnar fyrir eindregna hvatningu sína til samlanda sinna að láta bólusetja sig. Hann átti erindi til byggða fyrir skemmstu, heyrði þar af Covid-19 og lét slag standa og fékk bóluefni.

Erlent