Úkraína

Fréttamynd

Verður reisn yfir stuðningi gestgjafans?

Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu.

Skoðun
Fréttamynd

Hótar að draga Wagner-liða frá Bak­hmút

Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn.

Erlent
Fréttamynd

Pútín sé rétt­dræpur vegna glæpa sinna

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur enga trú á því að hægt verði að draga Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, fyrir dóm fyrir glæpi sína. Segir hann Úkraínumenn í fullum rétti að ráða hann af dögum.

Innlent
Fréttamynd

„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aukning á framlagi Íslands til Úkraínu verði kynnt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fram fer hér á landi seinna í mánuðinum. Hún segir að það framlag sem þegar hafi verið kynnt á þessu ári, sé til jafns á við allt framlag Íslands á síðasta ári en bætt verði frekar í.

Innlent
Fréttamynd

„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“

Volodomír Selenskí Úkraínu­for­seti segir á­sakanir rúss­neskra stjórn­valda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir bana­til­ræði gegn Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast.

Erlent
Fréttamynd

Norður­löndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi

Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum.

Erlent
Fréttamynd

Katrín fundar með Selenskí

Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands.

Innlent
Fréttamynd

„Það þýðir ekkert að semja við Rússa“

Óskar Hallgrímsson, sem búsettur er í Kyiv í Úkraínu, telur að stríðið í Úkraínu eigi eftir að klárast í ár eða á næsta ári. Hann telur að eina leiðin til að stríðið endi sé sú að Rússland gefist upp, það þýði ekki að semja við þá.

Erlent
Fréttamynd

Skutu fjölda eld­flauga á Úkraínu í morgun

Rússar skutu fjölda eldflauga á úkraínskar borgir í morgun. Að minnsta kosti einn lést í Kherson-héraði en 34 eru slasaðir í Dnipropetrovsk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræddi við varnarmálaráðherra Úkraínu símleiðis í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningur við Úkraínu eini val­mögu­leikinn

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fór til Odessa í Úkraínu í morgun ásamt öðrum utanríkisráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem höfðu verið á fundi í Moldóvu. Ekki hafði verið tilkynnt um heimsóknina fyrirfram af öryggisástæðum. 

Innlent
Fréttamynd

Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan

Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess.

Innlent
Fréttamynd

Grunsamlegur ljósblossi á himni yfir Kænugarði

Grunsamlegur ljósblossi sem birtist á himni yfir Kænugarði höfuðborg Úkraínu í gærkvöldi, og Úkraínumenn grunaði að væri mögulega bandarískur gervihnöttur, var að öllum líkindum loftsteinn.

Erlent