Fanney Birna Jónsdóttir

Fréttamynd

Þak yfir höfuðið

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur boðað komu frumvarpa inn í þingið sem snúa að húsnæðismarkaðnum. Um er að ræða fjögur frumvörp; um stofnstyrki, breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög, húsnæðisbætur og breytingu á húsaleigulögum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tollarnir bjaga markaðinn

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tilkynnti í umræðum á Alþingi í fyrradag að fram undan væri heildarendurskoðun á tollakerfinu hérlendis. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann kerfið flókið og margbrotið,

Fastir pennar
Fréttamynd

Úrræðaleysið

Tíðni ofbeldis gegn konum – hvort sem um er að ræða kynferðisbrot eða morð – er skammarleg. Úrræðaleysi samfélagsins við að takast á við málaflokkinn er jafn skammarlegt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Valdi fylgir ábyrgð

Persónuvernd hefur kveðið upp úrskurð um samskipti þáverandi lögreglustjórans á Suðurnesjum við innanríkisráðuneytið í lekamálinu. Miðlun gagna með persónuupplýsingum um hælisleitendur var án lagaheimildar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Konur að kjötkötlunum

Eddan, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndageirans, var haldin hátíðleg um helgina. Þar var kvikmyndaárinu sem nú er nýliðið fagnað og verðlaun veitt fyrir góða frammistöðu á ýmsum sviðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðarskömm

Fyrir þjóð sem er eins rík af einstæðri og fagurri náttúru og einkennir landið okkar er það með ólíkindum að ekki sé hægt að finna stað undir náttúruminjasafn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fokk ofbeldi!

Milljarður, vonandi, reis saman og dansaði gegn kynbundnu ofbeldi í gær. Víðs vegar um heiminn í yfir 200 löndum boðuðu UN Women, samtök Sameinuðu þjóðanna sem vinna eingöngu í þágu kvenna og jafnréttis um allan heim, til byltingar. Dansað var fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allir skili sínu

Með því að búa í íslensku samfélagi njótum við ýmissa réttinda en að sama skapi tökum við á okkur skyldur. Þær uppfyllum við með því að inna af hendi skatta til að hlúa megi að velferð allra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nútímaþrælahald

Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stöðugleikinn

Það var sem kunnugt er samið við lækna á dögunum. Allir hljóta að fagna því að samningar hafi náðst, vonandi og líklegast með þeim hætti að læknar muni sætta sig við launahækkunina sem í þeim felst. Og síðan að fleiri í þeirra hópi sjái sér fært að setjast hér að við vinnu sína.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meiri mannúð

Nú er jafn brýnt að svara illsku ekki með mannvonsku og hatri – heldur með ást og kærleika. Aðeins þannig getum við sýnt öfgamönnum heimsins að aðgerðir þeirra hafi ekki tilætluð áhrif. Enn meira lýðræði – enn meiri mannúð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðarsátt er óumflýjanleg

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurði stjórnarandstöðuna að því í vikunni hvort það væri sanngjörn krafa, í ljósi þess að almennur læknir á Landspítalanum væri með um 1,1 milljón á mánuði í heildarlaun og yfirlæknar með um 1.350 þúsund, að við þá upphæð bættist um það bil ein meðalmánaðarlaun fólks í landinu til að leysa læknaverkfallsdeiluna. Ekki fékkst svar við spurningunni á þinginu í gær enda snýst læknadeilan öll um hana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gamaldags pólitík

Ef lekamálið á að hafa kennt okkur eitthvað þá er það það að misbeiting opinbers valds til hagsbóta fyrir ráðherra er ólíðanleg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vítahringur rofinn

Hækka verður greiðslur úr fæðingarorlofssjóði. Feður sem taka sér einfaldlega ekki fæðingarorlof munu þaðan af síður taka sér lengra fæðingarorlof standi það til boða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mengunarhöft

Það verður bæði sárt og erfitt fyrir þá stjórnmálamenn sem staðið hafa að fjáraustri í skuldaleiðréttingu að horfa stuttu seinna upp á ávinninginn hverfa samstundis í verðbólguskoti. Því er hætt við að hvati þeirra til að afnema gjaldeyrishöftin hratt minnki töluvert eftir þessa aðgerð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alveg úti í mýri

Útspilið er þannig svolítið eins og hjá ósáttu litlu barni sem fær ekki það sem það vill hjá móður sinni og ákveður þá að suða í föður sínum til þess að athuga hvort ekki fáist önnur útkoma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skuldadagar

"Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna.“ Svo segir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svör – strax!

Það hefur varla farið fram hjá neinum að 250 stykki af MP5-hríðskotabyssum hafa bæst við vopnabúnað stjórnvalda. DV greindi frá málinu í síðustu viku og síðan það kom fyrst upp hefur það tekið á sig furðulegar myndir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Boðskapur friðar

Friðarsúlan í Viðey verður tendruð næstkomandi fimmtudag á fæðingardegi bítilsins og friðarsinnans Johns Lennon.

Fastir pennar
Fréttamynd

Endurskoðun er nauðsynleg

Það er óásættanlegt á sama tíma og fjárskorti er borið við í löggæslu- og dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu að hægt sé að eyða minnst 200 milljónum í fullkomlega órökstuddan flutning á stofnun, þar sem í ofanálag er ljóst að sú þekking og reynsla sem fyrirfinnst innan stofnunarinnar mun öll glatast þar sem starfsfólkið mun ekki fylgja með.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tilgangur og meðal

Hluti af því að búa í réttarríki er að öllum borgurum landsins er tryggð réttlát málsmeðferð séu þeir sakaðir um refsinæma háttsemi. Menn skulu vera saklausir uns sekt er sönnuð,

Fastir pennar
Fréttamynd

Stóru verkefnin

Á morgun snúa kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi aftur til starfa eftir sumarfrí. Það gekk ýmislegt á fyrsta ár þessa þings – og venju samkvæmt finnst mörgum alltof mikill tími hafa farið í karp og þvaður á meðan mikilvæg mál voru látin sitja á hakanum.

Fastir pennar