Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Baldvin Þór þrefaldur meistari um helgina

Millivegahlauparinn Baldvin Þór Magnússon varð um helgina þrefaldur svæðismeistari MAC í frjálsíþróttakeppni bandarísku háskólanna en meistaramótið fór fram í Kent í Ohio fylki.

Sport
Fréttamynd

„Líður eins og íþróttamanni aftur“

Eftir þriggja ára þrautagöngu vegna meiðsla er hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir, einn nýjasti liðsmaður FH, vongóð um bjartari tíma. Þessi fyrrverandi heims- og Evrópumeistari ungmenna í 800 metrahlaupi þarf þó að sneiða framhjá ýmsum æfingum vegna meiðslanna.

Sport
Fréttamynd

Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn

Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Guð­björg Jóna bætti eigið Ís­lands­met

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir bætti eigið Íslandsmet í 60 metra spretthlaupi í dag. Ef Guðbjörg Jóna hefði ekki gert það hefði Tiana Ósk Whitworth átt metið þar sem hún bætti einnig tímann sem Guðbjörg átti fyrir hlaup dagsins.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmethafinn fer í skóla í Texas

Texas State University tilkynnti í dag að frjálsíþróttalið skólans hafi fengið flottan liðstyrk frá Íslandi því Elísabet Rut Rúnarsdóttir hefur ákveðið að hefja nám í skólanum.

Sport
Fréttamynd

Spretthlaupari skotinn til bana

Ekvadorinn Alex Quinonez, sem vann til verðlauna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum 2019, var skotinn til bana í borginni Guayaquil í Ekvador síðastliðið föstudagskvöld.

Sport