Gos á Fimmvörðuhálsi

Fréttamynd

Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig

Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi.

Innlent
Fréttamynd

Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins

Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða.

Innlent
Fréttamynd

Gosið ekki í ís

Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira.

Innlent
Fréttamynd

Gos hafið í Eyjafjallajökli

Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf.

Innlent
Fréttamynd

Gosbjarmi frá Eyjafjallajökli og öskufall í byggð

Eldgos hófst í austan verðum Eyjafjallajökli upp úr klukkan tólf í nótt. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi og brottflutningur er hafinn á fólki í nágrenni gostöðvanna. Víðir Reynisson aðgerðarstjóri hjá Almannavörnum

Innlent
Fréttamynd

Gosið virðist byrja rólega

Gosið í Eyjafjallajökli sést hvorki á radar né mjög glöggt á jarðskjálftamælum, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni.

Innlent
Fréttamynd

Fólk safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli

Íbúar í Fljótshlíð, Landeyjum, Þykkvabæ og annar staðar í nágrenni við Eyjafjallajökul eru nú að safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli. Þar eru íbúar skráðir niður og þurfa að hafast við í nótt á dýnum eða í bílum en í öruggu skjóli frá jöklinum. Mikill mannfjöldi er saman komin þar nú en vitað var að rúmlega 600 hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín yrði gos í jöklinum en auk þess eru ferðamenn á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Gosið sést frá Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum segist sjá smá bjarma í vestanverðum Eyjafjallajökli. Bjarminn sé kki mikill og sjáist ekki vel. Lögreglan segir að mikið að fólki í Vestmannaeyjum sé úti í Hrauni að fylgjast með. Lögreglan segir að fólki í Vestmanneyjum sé nokkuð brugðið enda muna Eyjamenn gosið í Heimakletti 1973.

Innlent
Fréttamynd

Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt

Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6. Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter.

Innlent