Kosningar 2009

Fréttamynd

Reynslulítill Framsóknarflokkur

Nú þegar Valgerður Sverrisdóttir hefur tilkynnt að hún ætli að hætta í stjórnmálum stendur eftir reynslulítill þingflokkur að Siv Friðleifsdóttur undanskilinni, að mati Ástu Möller þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hún bendir á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sé ungur, með engan bakgrunn í stjórnmálum og hafi gengið í flokkinn skömmu fyrir formannskjörið.

Innlent
Fréttamynd

Jón Baldvin segir Davíð minna á Hitler í byrginu

Jón Baldvin Hannibalsson varpaði pólitískri sprengju í dag þegar hann krafðist þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir axlaði pólitíska ábyrgð og viki sem formaður Samfylkingarinnar. Hann kvaðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við en ef gera ætti systralag til að hylma yfir ábyrgð væri hann tilbúinn að gefa kost á sér til forystu.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarmenn halda prófkjör í Kraganum 7. mars

Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í dag var ákveðið að halda prófkjör þann 7. mars þar sem kosið verður í fimm efstu sætin á lista framsóknarmanna í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn fékk einn mann kjörin í kosningunum vorið 2007.

Innlent
Fréttamynd

Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi valdir með póstkosningu

Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið er í dag að Reykjum í Hrútafirði var samþykkt tillaga þess efnis að val í fjögur efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis í vork skyldi fara fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður hættir í stjórnmálum

Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Guðni gefur kost á sér fyrir Framsókn

Guðni Ragnarsson, búfræðingur og kúabóndi á Guðnastöðum, hefur ákveðið að kefa kost á mér í 4. sæti á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn á Selfossi vilja breytingar

Sjálfstæðisfélagið Óðinn á Selfossi skorar á nýja frambjóðendur til þess að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Forsvarsmenn flokksins í kjördæminu telja að mikilvægt sé að það verði endurnýjun í forystu flokksins og þingmannaliði. Ljóst sé að þær breytingar nái ekki fram að ganga, nema nýtt fólk gefi kost á sér.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Vinstri grænna dalar - Sjálfstæðisflokkur stærstur

Fylgi Vinstri grænna dalar og mælist nú 23,4% en var 28,5% í lok janúar. Það er MMR sem framkvæmir könnun á stuðningi við stjórmálaflokka í landinu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst um tæp 5 prósentustig frá í janúar úr 24,3% í 29% og mælist hann enn á ný stærsti stjórnmálaflokkurinn.

Innlent