Innlent

Reynslulítill Framsóknarflokkur

Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Nú þegar Valgerður Sverrisdóttir hefur tilkynnt að hún ætli að hætta í stjórnmálum stendur eftir reynslulítill þingflokkur að Siv Friðleifsdóttur undanskilinni, að mati Ástu Möller þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hún bendir á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sé ungur, með engan bakgrunn í stjórnmálum og hafi gengið í flokkinn skömmu fyrir formannskjörið.

Ásta segir í pistli á heimasíðu sinni að af sjö þingmönnum flokksins í dag séu þrír á sínu fyrsta kjörtímabili og tveir að hætta. ,,Reynsluboltarnir á næsta kjörtímabili verða því Siv og Birkir Jón sem tók sæti á Alþingi á árinu 2003, 23 ára að aldri, að því tilskyldu að þau nái áframhaldandi kjöri."

Framsóknarmenn eru í eðli sínu íhaldssamir og vilja að breytingar gerist hægt, að mati Ástu. ,,Þessi staða og fimm formenn á innan við 2 1/2 ári veit ég að er nokkuð stór biti fyrir marga þeirra. Hvernig þeim tekst að kyngja honum kemur í ljós í kosningunum í vor."

Tengdar fréttir

Valgerður hættir í stjórnmálum

Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×