Samgöngur

Fréttamynd

Aukið fjármagn til flugvalla um land allt

Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar

Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu

Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar.

Innlent
Fréttamynd

Telja hesta og rusla­rottur fá betri snjó­mokstur

Íbúar við Álfabrekku í efri byggðum Fáskrúðsfjarðar eru ósáttir við að vera á meðal alsíðustu íbúa til að fá götu sína rudda eftir snjókomu. Þeir telja „hesta og ruslarottur“ hærra skrifaðar þar sem vegur að gámavöllum og hesthúsum sé yfirleitt ruddur á undan þeirra götu.

Innlent
Fréttamynd

Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari

Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Markús mætti á dráttarvél tvíbura síns í jarðarförina hans

Markús Sigurðsson segir ekki hafa komið til greina annað en að koma akandi á dráttarvél Jóns Friðriks Sigurðssonar tvíburabróður síns þegar sá síðarnefndi var borinn til grafar á dögunum. Mynd af Markúsi á dráttarvélinni vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og ekki síst þegar Linda dóttir Markúsar upplýsti netverja um sögu bræðranna. 

Lífið
Fréttamynd

Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó

Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 

Erlent
Fréttamynd

Erlendir verktakar vilja smíða Ölfusárbrú

Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs og stefnt er að því að framkvæmdum við byggingu brúarinnar ljúki árið 2026.

Innlent
Fréttamynd

Frelsið og sparnaðurinn í því að þurfa ekki bíl

Ég og unnusta mín vorum á Íslandi nýlega í fríi. Þar, líkt og við höfum gert áður, leigðum við bíl til þess að komast á milli staða. Við keyrðum norður en notuðum bílinn einnig innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hæsti­réttur tekur mál Amelíu Rose fyrir

Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar.

Innlent
Fréttamynd

Þrýstu á ráðherra að skipa Seyðfirðinga í jarðganganefnd

Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði, Margrét Guðjónsdóttir, sem núna er fulltrúi heimastjórnar Seyðisfjarðar í Múlaþingi, lýsir því í grein á Vísi hvernig það kom til að Seyðfirðingar fengu tvo fulltrúa af fimm í nefnd samgönguráðherra um næstu jarðgöng á Austurlandi. Sú niðurstaða nefndarinnar árið 2019, að leggja til Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, hefur síðan verið lögð til grundvallar þeirri stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að þau skuli vera næst í röðinni.

Innlent
Fréttamynd

Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna

Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Að blekkja Alþingi

Umræða um jarðgöng og bættar samgöngur hefur ávallt verið fyrirferðmikil innan sveitarfélaga enda eru samgöngur forsenda þess að þau geti þróast og dafnað. Sveitarfélög á Austurlandi eru engin undantekning á því og eru samgöngubætur ávallt ræddar á sameiginlegum vettvangi sveitarstjórna í landshlutanum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta verður stríð“

Breytingar tóku gildi í byrjun mánaðar á lögum um leigubíla á Íslandi, sem gera fleiri fyrirtækjum kleift að hefja starfsemi á markaðnum og afnema um leið hámarksfjölda leyfa fyrir bílstjóra. Leigubílstjórar eru mótfallnir breytingunum en í Íslandi í dag var leitað eftir áliti almennings.

Innlent
Fréttamynd

Sigfús á Brekku mokar til mæðgnanna á Dalatanga

Bóndinn á Brekku í Mjóafirði hefur undanfarna daga unnið á gröfu við að moka sig í gegnum nokkur snjóflóð á veginum út á Dalatanga. Hann vonast til að ljúka verkinu á morgun en við það rofnar langvarandi einangrun íbúa austasta býlis Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að snjómokstur taki mið af snjómagni

Á snjóþungum dögum í Reykjavík ræður tækjakostur ekki við ástandið þar sem núverandi verklag tekur ekki mið af snjómagni. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni. Stýrihópurinn leggur til að þessu verði breytt þannig að snjóhreinsun taki mið af veðri.

Innlent
Fréttamynd

Fjölda flug­ferða seinkað vegna veðurs

Seinkanir verða á flugferðum til og frá Evrópu í dag vegna veðurs. Þær munu hafa keðjuverkandi áhrif á flugferðir til Bandaríkjanna í nótt og frá Bandaríkjunum í fyrramálið segir upplýsingafulltrúi Icelandair.

Innlent