Mál Sigga hakkara

Fréttamynd

Siggi hakkari mætti fyrir dóm

Fyrirtaka var í máli Sigurðar Inga Þórðarsonar, oft nefndur Siggi hakkari, í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þá lagði ákæruvaldið fram vitnalista.

Innlent
Fréttamynd

Siggi hakkari fékk frest

Ákæra á hendur Sigurði Inga Þórðarsyni, sem oft er nefndur Siggi hakkari, var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ítar­legt við­tal við Sigga hakkara í Rolling Stone

Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar.

Innlent
Fréttamynd

Nóa Síríus-kúgunin sögð aumkunar­verð

Saksóknari krefst tíu til tólf mánaða fangelsis, aðallega skilorðsbundins, yfir mönnum sem reyndu að kúga fé af Nóa Síríusi með súkkulaði sem innihélt bremsuvökva. Annar segir raunverulegan höfuðpaur málsins hafa platað sig upp úr skónum.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara

Tveir menn stungu umslagi inn um lúguna hjá forstjóra Nóa Síríuss með bremsuvökvamenguðu Pipp-súkkulaði og bréflegri kröfu um tíu milljóna greiðslu. Þeir voru handteknir eftir að hafa sótt pakka sem þeir töldu að innihéldi peningana.

Innlent
Fréttamynd

Undrandi og leið eftir FBI fund

"Ég er mjög undrandi eftir fundinn, og er eiginlega bara leið.“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um fund allsherjar- og menntamálanefndar sem fundaði í síðasta sinn á kjörtímabilinu um FBI-málið svokallaða á nefndasviði Alþingis í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segir Sigurð hafa komið rann­sókninni efnis­lega af stað

Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir skýrslugjöf Sigurðar Inga Þórðarsonar varpa skýrara ljósi á málsatvik er tengjast stóra FBI-málinu svokallaða. Nefndin kannar málið þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afturkallaði svokallaða réttarbeiðni FBI mannanna þegar þeir voru hér á landi sumarið 2011.

Innlent
Fréttamynd

Kom með líf­verði á nefndasvið Al­þingis

Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir tölvuárásinni hafa verið af­stýrt

"Við teljium að það hafi tekist að afstýra árásinni," sagði Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort hann teldi að það hefði verið framin tölvuárás hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Siggi hakkari hitti FBI líka í Dan­mörku - Neitar að svara um fjárdráttinn

"Ætli þetta séu ekki 46 þúsund dollarar,“ segir Siggi tölvuhakkari um upphæðina sem hann á að hafa stolið af Wikileaks. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, hefur kært Sigga, sem er 20 ára gamall, fyrir fjárdrátt eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá í kvöld. Vísir ræddi við Sigga, sem er staddur erlendis þessa dagana, þar sem hann var inntur eftir afstöðu til málsins en þá svaraði hann einfaldlega: "Nó komment.“

Innlent