Cannes

Fréttamynd

Lars Von Trier rekinn af Cannes hátíðinni

Danski leikstjórinn Lars Von Trier hefur verið rekinn af Cannes hátíðinni í Frakklandi eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að hann hefði ákveðinn skilning á nasisma og að auki hefði hann samúð með Adolf Hitler.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Cannes-hátíðin hafin

Kvikmyndahátíðin í Cannes er hafin og streymir þangað margt stórmennið. Íslenska stuttmyndin Smáfuglar (2 Birds) eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin í aðalkeppni hátíðarinnar og keppir því um Gullpálmann í ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nóg komið í Cannes

Það er fúlt að missa af Zidanemyndinni hans Sigurjóns Sighvatssonar og hinni umtöluðu United 93 en það er samt alveg kominn tími til að koma sér heim. Sjö dagar í Cannes ætti því ekki að þykja mikið en þeir eru miklu meira en nóg fyrir sál og líkama.

Lífið
Fréttamynd

Horft í augun á Halle Berry

X-Men The Last Stand er hörkugóð mynd sem á ekki eftir að svíkja aðdáendur stökkbreyttu ofurhetjanna. Halle Berry klikkar ekki heldur og eftir að hafa horft í augun á henni get ég fullyrt að hún er miklu fallegri í eigin persónu en í nokkuri kvikmynd.

Lífið
Fréttamynd

Mátturinn er með mér

Gamalt máltæki segir að það séu allir froskar stórir í eigin drullupolli. Þetta sannast heldur betur í Cannes þar sem íslenskir blaðamenn eru álíka öflugir og moskítófluga á köldu Reykjavíkurkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Á elleftu stundu

Það er ekki alveg málið að mæta í bíó í Cannes á slaginu. Biðraðirnar á pressusýningarnar eru klikkaðar og gamla frumskógarlögmálið fyrstir koma, fyrstir fá er í fullu gildi og skyldi engan undra þegar um 5000 manns vaða hér uppi með blaðamannapassa um hálsinn.

Lífið
Fréttamynd

Stefnumót við engil

Það vantar ekki lífið í tuskurnar hérna í Cannes en samt er það altalað í hópi þeirra sem hafa komið hingað árum saman að þessi hátíð sé óvenju róleg. Það segir sína sögu að ég fékk strax borð á besta ítalska staðnum í bænum í hádeginu.

Lífið