Þorsteinn Pálsson

Fréttamynd

Ristir grunnt

Búsáhaldabyltingin ýfði nokkuð umræðuna um Alþingi og stöðu þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Í öllum stjórnmálaflokkum endurómuðu þau viðhorf að staða framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi væri of sterk. Ýmsir töldu að þar mætti jafnvel finna rætur þess vanda sem þjóðin stendur nú andspænis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað breytist?

Jóhanna Sigurðardóttir braut blað í Íslandssögunni í gær þegar hún fyrst kvenna tók við embætti forsætisráðherra. Til þessa háa embættis er hún hins vegar ekki kölluð af þeim sökum. Þar er hún vegna verðleika og vinsælda. Þær hefur hún áunnið sér með því að vera framar öðrum stjórnmálamönnum trú hugsjónum sínum og fyrirheitum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óhamingjuvopnin

Forystumenn beggja stjórnarflokkanna stríða við veikindi. Gagnvart því á þjóðin einn hug sem með þeim stendur. Aðstæðurnar setja hins vegar mark sitt á framvindu stjórnmálanna. Engu er líkara en því séu engin takmörk sett hvernig vopn óhamingjunnar vega að landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýtt tækifæri

Innsetning nýs forseta í Bandaríkjunum markar jafnan nokkur tímamót. Kjör manns af afrískum uppruna til þeirra áhrifa er merkisteinn á framfarabraut. Margir Bandaríkjamenn líta eðlilega á viðburðinn sem upphaf nýrra tíma. En það gera menn í víðari skilningi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Opnari staða

Uffe Elleman Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur, svaraði á dögunum spurningum Boga Ágústssonar í einum af vönduðum þáttum hans. Sá hiklausi talsmaður Evrópusamvinnu vék þar að Íslandi og Evrópusambandinu. Heilræði hans var að taka ekki endanlega ákvörðun um aðild nema sannfæring hjartans byggi að baki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á að breyta?

Gerjun er fylgifiskur enfahagshrunsins. Umræður hafa því eðlilega spunnist um stjórnkerfið og stjórnskipanina. Þær eru bæði hollar og nauðsynlegar. Að sönnu er ekki allt skynsamlegt eða raunhæft sem sagt er. Gild rök standa eigi að síður til rækilegrar íhugunar um þessi efni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Það sem virða ber

Á óvissutíma eins og nú ríkir þykja Gróusögur áhugaverðari í dægurumræðunni en staðreyndir. Ofbeldi vekur aukheldur meiri athygli en málefnalegt framlag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Miklar ákvarðanir

Að baki er árið þegar gjaldmiðill þjóðarinnar sökk og bankakerfið hrundi. Um langan tíma héðan í frá verður vitnað til atburða hvort þeir gerðust fyrir eða eftir hrun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skortir viljann?

Annað verður ekki ráðið en heilindi hafi ríkt í samstarfi forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Margvíslegar yfirlýsingar ráðherra, þingmanna og stuðningsmanna beggja flokkanna að undanförnu eru hins vegar vísbending um veikleika í samstarfinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sársaukann út strax

Aðeins eitt kom á óvart við endurskoðun fjárlaganna; að ekki skyldi gengið lengra í aðhaldsaðgerðum. Eftir samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er stærstum hluta fjárlagavandans skotið á frest. Þetta er því aðeins byrjunin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjávarútvegurinn

Umræðan um Evrópusambandsaðildina getur enn þróast í tvær áttir. Hún getur dýpkað í breitt málefnalegt mat á heildarhagsmunum. Hitt getur líka gerst að hún einfaldist í farvegi yfirborðskenndra slagorða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umhugsunarefni

Orsakir og afleiðingar bankahrunsins hafa eðlilega beint athygli manna að stjórnkerfinu og skipulagi þess. Spurningar hafa vaknað hvort annars konar stjórnskipan gæti þjónað betur markmiðum nýrra tíma.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóð í hafti

Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að breyta ráðuneyti sínu í ráðuneyti hafta og gjaldeyrisskömmtunar. Samhliða hefur Alþingi samþykkt að framselja Seðlabankanum vald til að stýra gjaldeyrisskömmtunarkerfi með öllum gömlu refsiheimildum haftaáranna. Skömmtunarstjórn verður nú aðalhlutverk bankans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýtt skref

Formenn stjórnarflokkanna hafa kallað til formlegra samtala við stærstu samtök launþega og atvinnufyrirtækja í landinu. Líta verður svo á að í þessu nýja skrefi felist ákvörðun um að leita eftir víðtækri samstöðu um stærstu viðfangsefni næstu missera. Í eldfimri stöðu var það tímabært.

Fastir pennar
Fréttamynd

Endurreisnin

Með sanni verður ekki sagt að gangur stjórnarsamstarfsins hafi verið vakur síðustu daga. Einörð afstaða formanns Samfylkingarinnar sýnist hafa ráðið því að flokkurinn hvarf ekki úr stjórnarsamstarfinu eftir ræðu talsmanns bankastjórnar Seðlabankans í Viðskiptaráðinu á dögunum. Markmið hennar var að grafa undan ríkisstjórninni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sikileyjarvörnin

Sú harka sem fram kom í gagnrýni bankastjórnar Seðlabankans á forsætisráðherra á fundi Viðskiptaráðs í vikunni kom flestum í opna skjöldu. Hins vegar kom ekki á óvart að bankastjórarnir freistuðu þess að hræra í þeirri pólitísku deiglu sem nú kraumar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gömlu gildin

Trúlega hafa flestir fundið til einveru þjóðarinnar síðustu vikur. Sú spurning varð áleitin hvort allar gömlu vinaþjóðirnar hefðu snúið við okkur bakinu. Hin hliðin á þeim peningi sýndi jafnvel erfiðara íhugunarefni. Mátti vera að okkur hefði borið af leið í samskiptum við aðrar þjóðir?

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðarumræða

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til landsfundar í janúarlok til þess að taka ákvörðun um afstöðuna til Evrópusambandsins. Segja má að þessi ákvörðun komi vonum seinna. Hún er málefnalegt og gott skref. Niðurstaðan er ekki gefin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólga eða eining

Kosningakrafan heyrist nú æ oftar. Á Alþingi virðist vera einhugur um að eðlilegt sé að koma brýnustu bjargráðum í framkvæmd áður en til kosninga verður gengið. Það er gilt sjónarmið. Ríkisstjórnin höfðar til samstöðu. Vandinn er sá að samstaða verður að snúast um viðfangsefni, skýran málstað og markmið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grundvallarreglur

Samningur um að færa útgáfu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins undir eitt útgáfufélag hefur skiljanlega vakið umræður um eignarhald á fjölmiðlum. Athyglisvert er á hinn bóginn að í umræðum á Alþingi um álitaefnið tókst flestum þingmönnum að ganga á svig við grundvallaratriði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og atvinnufrelsi og löggjafar um jafna samkeppnisstöðu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stórar ákvarðanir

Þörfin á að endurreisa traust Seðlabankans heima og erlendis hefur verið bæði ljós og brýn um hríð. Forystumenn Samfylkingarinnar hafa ítrekað leyst sjálfa sig undan ábyrgð í þeim efnum með yfirlýsingum. Eftir sem áður er stjórnskipuleg ábyrgð þeirra skýr eftir þingræðisreglunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Veruleikinn

Ágreiningur hefur verið um peningastefnuna um hríð. Aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði fyrir rúmum tveimur árum að ávinningur af sjálfstæðri mynt væri minni en enginn. Bankastjórnin var staðföst í því að halda uppi fölsku gengi og fölskum lífskjörum með því að dæla inn erlendu lánsfé á háum vöxtum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Köld rökhyggja

Mörg þeirra bjargráða sem nú er verið að véla um munu hafa áhrif langt inn í ófyrirséða framtíð. Eins er með hugarástand eins og réttláta reiði heillar þjóðar. Hún getur að vísu eftir eðli sínu verið skammvinn. Áhrifi hennar eru á hinn bóginn líkleg til langlífis verði hún allsráðandi um ákvarðanir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skýrir kostir

Árin fyrir heimskreppuna á fjórða áratugnum deildu menn um grundvallarhugmyndir er lutu að peningamálastjórn landsins. Ríkisstjórnir þeirrar tíðar fundu hins vegar ekki réttan tíma til að taka ákvarðanir til lengri framtíðar. Eftir að kreppan skall á voru menn uppteknir við skammtímaviðbrögð. Lag til að ákveða langtímastefnu í peningamálum kom aldrei. Niðurstaðan var sú að þjóðin sat uppi með hafta- og millifærslukerfi með fjölgengi í þrjá áratugi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Breytt staða

Nú er augljóst að hrun viðskiptabankanna og Seðlabankans mun hafa margvísleg og víðtæk áhrif á utanríkispólitíkina bæði í bráð og lengd. Tvö stór mál eru þegar komin upp á yfirborðið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýja Ísland

Hremmingar síðustu daga hafa vissulega sigið yfir þjóðina eins og svartnætti. Það gæfulega er að á sama tíma er að spretta fram málefnaleg umræða um þá nýju framtíð sem við göngum til móts við. Ekki er við því að búast að umræða af því tagi framkalli einfaldar skyndilausnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nóg komið

Fall Kaupþings kom ráðherra bankamála á óvart. Það bendir til að sá örlagaatburður hafi orðið fyrir mistök eða misskilning. Þrátt fyrir augljósa og þekkta veikleika í bankakerfinu hefur orðið meiri eignabruni í landinu en ætla má að óumflýjanlegur hafi verð. Hann snertir tugi þúsunda einstaklinga. Þá snjóskriðu verður að stöðva. Það er nóg komið. Stefna stjórnvalda er augljóslega sú að koma ríkisbönkunum nýju í virka viðskiptastarfsemi á ný. Fái atvinnufyrirtækin ekki án frekari tafar nauðsynlega fyrirgreiðslu heldur skriðan áfram. Sá frestur sem menn hafa til þess að hleypa nægu súrefni út í atvinnulífið aftur hleypur ekki á dögum heldur klukkustundum. Á þá köldu staðreynd verður ekki lögð nægjanlega þung áhersla.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýr dagur

Með vissum hætti má segja að nýr dagur sé runninn í íslensku fjármálalífi. Þær ráðstafanir sem ákveðnar hafa verið veita tækifæri til nýrrar viðspyrnu. Á miklu veltur að tæknileg stjórnun fjármálakerfisins á næstu vikum tryggi eðlilegan gang atvinnulífsins. Um leið er nauðsynlegt að skýr hugmyndafræðileg markmið liggi til grundvallar þeirri nýju framtíð sem þjóðin gengur nú til móts við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alvara lífsins

Fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram í skugga mestu umbrota í íslensku fjármálalífi. Einn af stærstu bönkum landsins hefur verið þjóðnýttur. Erlendar eignir annars seldar. Um leið hefur gengi krónunnar fallið enn dýpra niður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðnýting Glitnis

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að þjóðnýta Glitni er söguleg hvort heldur litið er á atburðinn af sjónarhóli markaðarins eða stjórnmálanna. Þetta er stærsta einstaka ráðstöfun fjármuna sem tekin hefur verið. Aldrei hafa jafn margar krónur verið færðar til á jafn fáum klukkutímum.

Fastir pennar