Stéttarfélög

Fréttamynd

Amma kölluð út í morgun vegna verk­falla

Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Amma var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu barnabarninu.

Innlent
Fréttamynd

„Versta niður­staða sem hægt er að hugsa sér“

Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér.

Innlent
Fréttamynd

Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur

Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð.

Innlent
Fréttamynd

Verð­tryggður flótti í boði Seðla­bankans

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands situr nú á rökstólum og mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun sína miðvikudaginn 24. maí. Flestir greiningaraðilar spá því að bankinn muni hækka stýrivexti, þrettánda skiptið í röð.

Skoðun
Fréttamynd

Hefja at­kvæða­greiðslur um verk­föll í 29 sveitar­fé­lögum

BSRB hefur boðað atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum sem hefjast í dag. Ekki er hægt að greina frá hver sveitarfélögin eru þar sem eftir á að tilkynna starfsmönnum um atkvæðagreiðsluna. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir ekki vera neitt sérstakt tilefni til að vera bjartsýnn á að deilan leysist á næstu dögum. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venju­­lega fólkið“

Þrátt fyrir ausandi rigningu var talsverður fjöldi fólks samankominn í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og launafólki landsins var mótmælt. Formaður VR segir þetta aðeins byrjunina á nauðvörn almennings, markmiðið sé að halda áfram og troðfylla Austurvöll.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“

Í dag kemur í ljós hvort fólkið í landinu sé tilbúið að rísa upp og mótmæla því ástandi sem skapast hefur í samfélaginu, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan tvö.

Innlent
Fréttamynd

Samninga­fundi slitið og stefnir í verk­föll

Samninga­fundi BSRB og Sam­bandi ís­lenskra sveitar­fé­laga sem hófst klukkan 13:00 hefur verið slitið. For­maður BSRB segir fundinn engu hafa skilað. Verk­föll hefjast því að ó­breyttu á mánu­dag.

Innlent
Fréttamynd

„Enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist“

For­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness segir það gríðar­legt hags­muna­mál að Hvalur hf. fái að halda á­fram hval­veiðum sínum næstu árin. Að meðal­tali hafi 90 starfs­menn Hvals verið fé­lags­menn í verka­lýðs­fé­laginu á síðustu ver­tíð. Hann spyr sig hvaða veiðar skuli næst banna á grund­velli dýra­verndunar­sjónar­miða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sól­veig Anna segir Eflingu verða sterkari eftir úr­sögn úr SGS

Formaður Eflingar fagnar því að Efling fái nú beina aðild að Alþýðusambandinu eftir að meirihluti samþykkti úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu í atkvæðagreiðslu. Forseti ASÍ segir að Efling muni koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Úrsögn Eflingar úr SGS sam­þykkt

Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni.

Innlent
Fréttamynd

Upp­sagnir í Ár­borg „niður­lægjandi“

Stéttarfélögin Báran og Foss segja framkvæmd uppsagna hátt í sextíu starfsmanna í Árborg í síðata mánuði hafa verið niðurlægjandi. Dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið bíða í röð til að mæta í viðtalsherbergi, þar sem þeir sem á undan voru, komu út niðurbrotnir.

Innlent
Fréttamynd

Efling færir margra milljarða verð­bréfa­eign sína al­farið til Lands­bankans

Stéttarfélagið Efling var með samtals nálægt tíu milljarða króna í verðbréfasjóðum og innlánum hjá Landsbankanum um síðustu áramót eftir að hafa ákveðið að losa um allar eignir sínar í öðrum fjármálafyrirtækjum og færa þær alfarið yfir til ríkisbankans. Verðbréfaeign Eflingar lækkaði um 284 milljónir að markaðsvirði á liðnu ári, sem má að stærstum hluta rekja til boðaðra aðgerða fjármálaráðherra um að ÍL-sjóður yrði settur í slitameðferð náist ekki samningar við kröfuhafa um uppgreiðslu skulda hans.

Innherji
Fréttamynd

„Staðan er að versna og hún mun versna“

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 

Innlent
Fréttamynd

Kristján endurkjörinn formaður

Kristján Þórður Snæbjarnarson var endurkjörinn formaður Rafiðnaðarsambands Íslands á tuttugasta þingi sambandsins sem lauk í dag. Einnig var Andri Reyr Haraldsson kjörinn varaformaður, Jakob Tryggvason var kjörinn gjaldkeri og Bára Laxdal Halldórsdóttir ritari.

Innlent
Fréttamynd

Jóna Fann­ey tekur við for­mennsku af Frið­riki

Jóna Fanney Friðriksdóttir var í gær kosin nýr formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna en hún hafði betur gegn sitjandi formanni, Friðriki Rafnssyni, í formannskjöri á aðalfundi félagsins í gær. Friðrik hafði gegnt embættinu síðastliðin tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Sam­staðan sé mikil­væg í bar­áttunni gegn ó­jöfnuði

Formenn Rafiðnaðarsambandsins og BSRB héldu bæði ávörp á Ingólfstorgi í tilefni verkalýðsdagsins í dag. Þau vöktu bæði athygli á vaxandi ójöfnuði í samfélaginu og mikilvægi samstöðu hjá launafólki, sérstaklega í ljósi komandi kjarabaráttu.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur fólk til að bretta upp ermar og mótmæla

Formaður VR er harðorður í grein sem hann skrifar í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins sem haldinn er í dag. Hann segir stjórnvöld hér á landi og Seðlabankann hafa tekið sér stöðu gegn fólkinu í landinu. Að hans sögn hefur verkalýðshreyfingin þó sjaldan verið í betra formi til að láta til skarar skríða.

Innlent
Fréttamynd

Bráðavandi blasi við heimilum landsins

Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi.

Innlent