Samkvæmislífið

Fréttamynd

„Doctor Victor kveikti í kofanum“

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson hélt sína fyrstu tónleika, Í fyrsta skipti, fyrir fullu húsi í Iðnó á föstudagskvöldið. Viðtökurnar fóru fram úr hans björtustu vonum og komust færri að en vildu.

Lífið
Fréttamynd

Fagnaði 29 árum með glæsiteiti á Edition

Ofurskvísan, listakonan og ljósmyndarinn Anna Maggý fagnaði 29 ára afmæli sínu á skemmtistaðnum Sunset á Edition við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta en gríðarleg stjörnuorka sveif yfir vötnum.

Lífið
Fréttamynd

Knattspyrnufólk og bransastjörnur fjöl­menntu í bíó

Goðsagnir úr heimi knattspyrnunnar í bland við þjálfara, leikmenn og bransastjörnur úr auglýsingageiranum sameinuðust í Smárabíó í gær þar sem árleg auglýsing fyrir Bestu-deildirnar var frumsýnd. Góð stemning var á sýningunni líkt og myndirnar bera með sér.

Lífið
Fréttamynd

Á­tján ára og stefna langt

Helgi Trausti Stefánsson, Maron Birnir Reynisson og Egill Airi Daníelsson eru á öðru ári í menntaskóla og ætla sér stóra hluti í tónlistarheiminum. Þeir voru að senda frá sér myndband við splunkunýtt lag sem þeir gáfu út í gegnum Tónhyl akademíu en Tryggvi Þór Torfason gerði taktinn. 

Tónlist
Fréttamynd

Súperstjörnur landsins fögnuðu með GDRN

Ofurstjarnan GDRN fagnaði nýrri plötu með pomp og prakt á veitingastaðnum Önnu Jónu í síðastliðinni viku. Platan ber heitið Frá mér til þín og inniheldur átta einlæg og poppskotin lög.

Tónlist
Fréttamynd

Fagnaðar­fundir í 80 ára af­mæli Loft­leiða

Margt var um manninn á opnunarhátíð 80 ára afmælissýningu Loftleiða í bíósal Hótel Natura 8. mars síðastliðinn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og ferðamálaráðherra opnaði hátíðina og flutti fræðandi erindi.

Lífið
Fréttamynd

Glæsi­legt eftirpartý Lauf­eyjar á Edition

Tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Jónsdóttir fagnaði með fjölskyldu og vinum í eftirpartýi á skemmtistaðnum Sunset á lúxushótelinu Edition við Reykjavíkurhöfn á sunnudagskvöld eftir þriggja daga tónleikahald í Eldborgarsal Hörpu. 

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Söfnuðu hátt í milljón fyrir UN Women á Ís­landi

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) stóð fyrir góðgerðaruppboði í Gallerí Fold síðastliðinn föstudag til styrktar UN Women á Íslandi. Dagurinn var alþjóðlegur baráttudagur kvenna og stóð FKA fyrir uppboðinu undir nafninu „Fjárfestum í konum“ sem var einmitt tilefnið þar sem ágóðinn rennur óskiptur til verkefna UN Women á heimsvísu.

Lífið
Fréttamynd

Öllu tjaldað til á árs­há­tíð Hafnarfjarðarbæjar

Árshátíð Hafnarfjarðarbæjar var haldin með pompi og prakt á laugardagskvöld á Ásvöllum. Um 1500 manns mættu í gleðskapinn og komust færri að en vildu. Þema kvöldsins var konunglegt eða Royal og klæddust gestir sínu fínasta pússi.

Lífið
Fréttamynd

Elíta ís­lenska rappsins tryllti lýðinn í Iðnó

„Þetta var bara ótrúlegt kvöld og fór alveg vonum framar,“ segir tónlistarmaðurinn og rapparinn Ízleifur. Hann stóð fyrir stöppuðum útgáfutónleikum í Iðnó síðastliðið föstudagskvöld þar sem úrvalslið rappara steig á svið með honum.

Tónlist