Háskólar

Fréttamynd

Aðhaldsaðgerðir ógna nýliðun innan háskólasamfélagsins, rannsóknum og þekkingarsköpun á Íslandi

Talsverður hluti af framlagi Háskóla Íslands til rannsókna og þekkingarsköpunar á Íslandi og alþjóðlega byggist á vinnu doktorsnema og nýdoktora. Doktorsnemar og nýdoktorar við Háskóla Íslands finna í auknum mæli fyrir því að grafið er undan skilyrðum rannsókna, fræðistarfa og háskólakennslu og hafa miklar áhyggjur af framtíð Háskólans, nýliðun og starfsmöguleikum í háskólasamfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Há­skólinn glímir við gervi­greindina

Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hlust­að á starfs­fólk sem vill hald­a sínu vinn­u­rým­i

Mjög mikil óánægja er meðal starfsmanna Háskóla Íslands vegna fyrirhugaðra breytinga á vinnuumhverfi að sögn prófessors við skólann. Rannsóknir sýni að afköst og starfsánægja minnki við breytingarnar. Leita þurfi annarra lausna og taka mið af eðli starfsins en ekki hafi verið hlustað á þeirra sjónarmið.

Innlent
Fréttamynd

Arent Orri nýr formaður Vöku

Ný stjórn Vöku, hagsmunafélags lýðræðissinnaðra stúdenta, var kosin á aðalfundi félagsins í gær. Arent Orri Jónsson lögfræðinemi var kjörinn nýr formaður félagsins en hann tekur við keflinu af Viktori Pétri Finnssyni.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskt fyrirtæki brautryðjandi í baráttunni við fjölónæmar bakteríur

Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið Akthelia er brautryðjandi í rannsóknum sem leitt gætu til byltingar í baráttunni við bakteríur sem í vaxandi mæli verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Evrópusambandið hefur styrkt rannsóknir fyrirtækisins um tæpan milljarð sem kom á elleftu stundu því horfur voru á að loka þyrfti rannsóknarstofu fyrirtækisins vegna fjárskorts.

Innlent
Fréttamynd

Til hvers eru háskólar?

Nýlega hafa skapast umræður um stöðu íslenskra háskóla, gildi hugvísinda og áhrif gervigreindar á vísindi og fræði. Af þessu tilefni er við hæfi að velta upp grundvallarspurningu um tilgang háskóla: Til hvers erum við á litla Íslandi að halda úti þessum stofnunum, með ærnum tilkostnaði (þótt hann sé að vísu minni hérlendis en víðast hvar annars staðar)? Spurningin er sérstaklega brýn nú á öld internets og gervigreindar þegar hægt virðist vera að nálgast allar mögulegar upplýsingar á hvaða formi sem er.

Skoðun
Fréttamynd

Um stöðu og starf­semi Há­skóla Ís­lands

Almenningur og stjórnvöld gera ríkar og margvíslegar kröfur til Háskóla Íslands. Það er bæði æskilegt og eðlilegt – það er til marks um mikilvægi hans. Traust til skólans er einn okkar allra mikilvægasti mælikvarði og hefur Háskóli Íslands lengi verið í efstu sætum yfir þær stofnanir sem almenningur á Íslandi treystir best. Ég fagna allri umræðu um stöðu skólans enda er hann opinber stofnun sem á að þjóna íslensku samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Mun ríkisstjórn standa við áform um fjármögnun háskóla?

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála hefur mikinn metnað fyrir því að auka vægi háskóla- og þekkingarsamfélagsins í stefnumótun stjórnvalda. Það er fagnaðarefni og ástæða til að taka undir með henni. Allir mælikvarðar sem íslenskt háskólasamfélag notar eru alþjóðlegir; við berum okkur saman við háskóla og vísindamenn á alþjóðlegum vettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Hugvísindin efla alla dáð

„Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið."

Skoðun
Fréttamynd

Skautadrottning lærir íslensku til að ná sér eftir slys

Bandarísk kona sem lenti í slysi ákvað að koma til Íslands til að ná bata. Læknir hennar sagði að það væri ekkert sem hún gæti gert en hún fullyrðir að henni líði mun betur eftir að hafa verið hér í sjö mánuði. Hún lærir íslensku til að þjálfa heilann og fer í sund til að hjálpa líkamlegu hliðinni.

Lífið
Fréttamynd

Víta­hringur í boði Mennta­sjóðs náms­manna

Ég byrjaði í lögfræði haustið 2017, kláraði BA námið 2020 og byrjaði strax í meistaranámi. Á þessum tíma skall á Covid faraldurinn og mér bauðst vinna með skóla sem ég þáði með þökkum. Þegar leið á önnina fann ég að ég hafði ekki tíma til þess að sinna bæði náminu og vinnunni að fullu og því minnkaði ég við mig í skólanum.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnrétti til náms

Jafnrétti til náms þýðir ekki bara að öll kyn eigi að hafa jafnt aðgengi að námi, heldur líka að sá sem vill stunda nám eigi að geta gert það án hindrana, hverjar sem þær eru, því jafnrétti er ekki jafnrétti nema það nái til allra, en ekki bara til ákveðinna hópa.

Skoðun
Fréttamynd

Leggjum niður hugvísindi!

Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga?

Skoðun
Fréttamynd

Óskar eftir gögnum um á­byrgðar­menn náms­lána

Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Röskva fékk tólf menn en Vaka fimm

Röskva vann kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Kosningarnar fóru fram í dag og í gær en Vaka fékk fimm fulltrúa af sautján og Röskva tólf. Vaka fékk síðast tvo menn kjörna í ráðið.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða af­leiðingar hefur fjár­sveltið?

Tilvist félagsvísinda skiptir lykilmáli vegna þess að félagsvísindin snúa að öllu því sem viðkemur þróun samfélaga, hjálpar okkur að skilja umhverfið okkar betur, hegðun fólks, samskipti, áföll, aðstæður og önnur félagsleg fyrirbæri. Undirfjármögnun háskólans kemur sérstaklega illa niður á félagsvísindum.

Skoðun
Fréttamynd

Opin­bert starfs­fólk færist úr lokuðum skrif­stofum

Samkvæmt viðmiðum fjármálaráðuneytis frá árinu 2019 eiga skrifstofurými hins opinbera að færast frá lokuðum skrifstofum og yfir í verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir þessa aðstöðu taka allt inn í jöfnuna, líðan starfsfólks, skilvirkni og kostnað.

Innlent
Fréttamynd

Er engin arð­semi af menntun há­skóla­kennara?

Háskólar eru hreyfiafl framfara í nútíma samfélagi og uppspretta nýjunga og nýsköpunar. Þeir afla einnig og varðveita margvíslega þekkingu og móta skilning á heiminum á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Í háskólum eru nýjar kynslóðir þjálfaðar til fjölbreyttra starfa.

Skoðun
Fréttamynd

Vaka kynnir fram­boðs­listana

Framboðslistar Vöku - hagsmunafélags stúdenta við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í í gærkvöldi. Kosningarnar fara fram 22.-23. mars næstkomandi.

Innlent