Grunnskólar

Fréttamynd

Ný ein­hverfu­deild í Reykja­vík

Í menntastefnu Reykjavíkurborgar, Látum draumana rætast segir að það sé mikilvægt verkefni að tryggja jöfn tækifæri og aðgang barna að fjölbreyttu námi og starfi sem er í samræmi við áhuga þeirra og hæfileika.

Skoðun
Fréttamynd

Látum draumana rætast - nema drauma fatlaðs fólks

Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana.

Skoðun
Fréttamynd

Menntastefnumót: „Látum draumana rætast“

Menntastefnumót er uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar „Látum draumana rætast“ frá ársbyrjun 2019.

Innlent
Fréttamynd

Nemandi í Árskóla smitaður af Covid

Nemandi í níunda bekk í Árskóla á Sauðárkróki er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Óskar G. Björnsson, skólastjóri Árskóla í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir koma saman á raf­rænu Mennta­stefnu­móti

Búist er við að vel á sjötta þúsund kennara, frístundafræðinga og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar muni hittast á svokölluðu Menntastefnumóti á morgun. Þar munu þau kynna sér nýjustu fræðastauma og nýbreytni í námi og kennslu.

Innlent
Fréttamynd

Tölum um of­beldi í skóla­starfi

Formaður Félags grunnskólakennara ritar í gær grein þar sem hvatt er til þess að hið flókna og viðkvæma mál, ofbeldi í skólastarfi, sé uppi á borðum. Hún bendir á að staða kennara sem verða fyrir ofbeldi sé mjög flókin og geti leitt til þess að viðkomandi hrökklist úr starfi.

Skoðun
Fréttamynd

Sektar Mentor um 3,5 milljónir vegna öryggis­brestsins

Persónuvernd hefur lagt 3,5 milljóna króna stjórnvaldssekt InfoMentor ehf. vegna öryggisbrests sem átti sér stað í vefkerfinu Mentor í febrúar 2019. Vegna veikleika í kerfinu gátu tveir aðilar, einn á Íslandi og annar í Svíþjóð, nálgast kennitölur og myndir, svokallaða avatars, samtals 424 barna án þess að hafa til þess heimild.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eiga iðju­þjálfar heima í grunn­skólum landsins?

Lengi hefur verið í umræðunni að skortur sé víða á fagþekkingu í grunnskólum landsins til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Fagþekking iðjuþjálfa getur nýst vel í starfi grunnskólanna þar sem markmiðið er að gera barninu betur kleift að taka þátt í skólaumhverfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Ókeypis tíðavörur í Skagafirði

Mikil ánægja er í Sveitarfélaginu Skagafirði með þá ákvörðun byggðarráðs að boðið verði upp á fríar tíðavörur fyrir ungmenni í grunnskólum og félagsmiðstöðvum í Skagafirði frá næsta hausti.

Innlent
Fréttamynd

Slæmur endir á aprílmánuði um einhverfu hjá Reykjavíkurborg

Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum.

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn

Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum.

Innlent
Fréttamynd

Grunnskólanemi í Þorlákshöfn greindist smitaður

Viðbúnaðarstig í Þorlákshöfn verður fært upp um stig eftir að grunnskólanemandi í bænum greindist smitaður af Covid-19 í dag, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss. Hann segir yfirvöld undir það búin að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um smit meðal grunn­skóla­nema í Þor­láks­höfn

Nokkrir foreldrar grunnskólanema í Þorlákshöfn hafa greinst smitaðir af Covid-19 en enn hefur ekkert smit verið staðfest meðal nemenda. Fram kemur í pósti frá bæjarstjóra Ölfuss að að minnsta kosti tveir nemendur hafi verið útsettir fyrir smiti og séu komnir með einkenni en þeir fara í sýnatöku á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán í sótt­kví vegna smits í Valla­skóla

Tólf nemendur og þrír starfsmenn í Vallaskóla á Selfossi eru nú í sóttkví eftir að nemandi í 4. bekk greindist smitaður af kórónuveirunni. Nemandinn mætti í skólann í gærmorgun, einkennalaus, og sótti tíma með nemendum í tveimur list- og verkgreinahópum í 4. bekk.

Innlent
Fréttamynd

Í skýjunum með fulla rútu af neikvæðum unglingum

„Maður hefur sjaldan verið jafnglaður að heyra af fullri rútu af neikvæðum unglingum,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19 sem varð til þess að senda þurfti unglingadeild skólans í sóttkví. 9. bekkur var í skólaferðalagi á Laugarvatni þegar tíðindin bárust.

Innlent
Fréttamynd

Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví

Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Gætu þurft að herða tökin í skólunum

Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær.

Innlent