Ítalski boltinn

Fréttamynd

Búa sig undir mikið fyllerí og ólæti

Lögreglan í Tékklandi verður með fjölmennt lið til taks þegar stuðningsmenn West Ham og Fiorentina fara að streyma til höfuðborgarinnar, Prag, vegna úrslitaleiks Sambandsdeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert enn á ný á skotskónum á Ítalíu

Albert Guðmundsson gerði eitt marka Genoa sem vann 4-3 sigur á Bari á heimavelli í ítölsku Serie B deildinni í dag. Þá var Mikael Egill Ellertsson í byrjunarliði Venezia sem lék gegn Parma.

Fótbolti
Fréttamynd

Hörmungar vika AC Milan heldur áfram

Ekki nóg með að tapa 2-0 fyrir nágrönnum sínum og erkifjendum Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni þá tapaði AC Milan 1-0 fyrir Spezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, í dag og minnkaði þar möguleika sína á að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð til muna.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikael skoraði og lagði upp í naumum sigri Venezia

Mikael Egill Ellertsson var allt í öllu fyrir Venezia er liðið vann nauman 3-2 sigur gegn Perugia í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Mikael lagði upp fyrsta mark liðsins áður en hann skoraði sjálfur það þriðja.

Fótbolti
Fréttamynd

Þórir og félagar köstuðu frá sér sigrinum gegn Lazio

Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce þurftu að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið tók á móti Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þórir og félagar leiddu fram á síðustu stundu, en niðurstaðan varð jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Ítalskur níð­söngur á Hlíðar­enda

Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú.

Körfubolti