Hernaður

Fréttamynd

Draga heilindi og yfirlýsingar talíbana í efa

Bresk stjórnvöld draga það í efa að talíbanar muni standa við yfirlýsingar þess efnis að allir sem eiga rétt á því komist frá Afganistan heilir á húfi. Breskir hermenn hafa snúið aftur heim en Bretar hyggjast áfram aðstoða fólk við að komast burt.

Erlent
Fréttamynd

Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag.

Erlent
Fréttamynd

„Við munum finna ykkur og láta ykkur gjalda“

Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð hryðjuverkasamtakanna ISIS-K, sem stóðu að baki mannskæðri sprengjuárás á flugvellinum í Kabúl í dag, á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. 

Erlent
Fréttamynd

Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K?

Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns.

Erlent
Fréttamynd

Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum

Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Mun ekki fresta brott­för frá Afgan­istan

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Þrýst á Biden að fresta brottför þrátt fyrir hótanir Talíbana

Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna er undir miklum þrýstingi frá Bretum, Frökkum og Þjóðverjum að seinka brottför hersveita sinna frá flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að hægt verði að koma fleirum út úr landinu.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir freista þess að flýja Talibana

Bandaríkjamenn reyna hvað þeir geta til að hraða flutningi á löndum sínum og flóttamönnum frá Afganistan áður en allt bandarískt herlið á að vera að fullu farið frá landinu hinn 31. ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Fara hús úr húsi í leit að skotmörkum

Hermenn Talibana í Afganistan fara nú hús úr húsi í Kabúl í leit að einstaklingum sem störfuðu fyrir herlið Atlantshafsbandalagsins eða fyrrverandi ríkisstjórn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Heilagir nem­endur í þrjá­tíu ár

Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001.

Erlent
Fréttamynd

Konur birtast á skjánum á ný

Kvenkyns fréttaþulur birtist á skjánum á ný hjá fréttastofunni Tolo News í Afganistan í gærkvöldi en konur hafa ekki sést á skjánum frá því Talibanar náðu Kabúl höfuðborg landsins á sitt vald á sunnudag.

Erlent
Fréttamynd

Varði á­kvörðunina og skellti skuldinni á ráða­mennina sem flúðu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna.

Erlent
Fréttamynd

Harm­leikurinn í Afgan­istan og á­byrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land.

Skoðun