Íslenski boltinn

Fréttamynd

Capello slær met

Fabio Capello, stjóri Juventus, varð í kvöld fyrsti stjórinn í sögu ítalska boltanns til að vinna ítalska meistaratitilinn með liðum úr þrem borgum. Hann hafði áður unnið fjóra titla í Mílan og einn í Róm, og í kvöld bættist Tórínó við, en þaðan kemur einmitt Juventus.

Sport
Fréttamynd

Neville með á morgun?

Nú er allt útlit fyrir að Gary Neville nái að hrista af sér meiðslin og spila með Manchester United gegn Arsenal í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar sem fram fer á morgun.

Sport
Fréttamynd

Juventus ítalskur meistari

Juventus varð í kvöld ítalskur meistari í knattspyrnu, án þess þó að stíga fæti inná leikvöll. Ástæða þess er 3-3 jafntefli AC Milan gegn Palermo á heimavelli sínum San Siro.

Sport
Fréttamynd

Stuðningsmenn United svartklæddir

Stuðningsmenn Manchester United ætla að mæta svartklæddir á bikarúrslitaleikinn gegn Arsenal á morgun. Með því ætla þeir að lýsa sorg sinni með yfirtöku auðkýfingsins Malcolms Glazers á félaginu.

Sport
Fréttamynd

Ásthildur aftur í landsliðið

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-andsliðs kvenna, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Skotum, sem fram fer á McDiarmid Park í Perth 25. maí næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Simon Davies til Everton

Enska úrvaldsdeildarliðið Everton er við það að kaupa simon Davies frá Tottenham eftir að liðin náðu samkomulagi um 4 milljón punda kaupverð.

Sport
Fréttamynd

Jose Mari vill fá Abbiati

Spænski framherjinn hjá Villarreal, Jose Mari, hefur skorað á félagið að fá varamarkvörð AC Milan, Cristiano Abbiati, til liðs við félagið. Villarreal er á höttunum eftir nýjum markverði þar sem Jose Reina, núverandi markvörður þeirra, mun að öllum líkindum skrifa undir hjá Liverpool í sumar.

Sport
Fréttamynd

Riise tilbúinn að urra í Istanbul

John Arne Riise, leikmaður Liverpool, hefur sent AC Milan aðvörun um að leikmenn Liverpool séu tilbúnir ,,vinna eins og ljón og berjast eins og tígrar" í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn kemur.

Sport
Fréttamynd

Aukið fé í rússneska boltanum

Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að rússnesk fótboltalið myndu borga háar fjárhæðir fyrir fótboltamenn. En heimsmyndin er greinilega að breytast. CSKA sem varð Evrópumeistari félagsliða í gærkvöldi eftir 3-1 sigur á Sporting í úrslitum gerði nýlega 54 milljóna dollara, 3,5 milljarða króna, samning við rússneska olíufyrirtækið Sibnefnt.

Sport
Fréttamynd

Ásthildur með gegn Skotum

Ásthildur Helgadóttir leikur með íslenska landsliðinu í vináttuleik gegn Skotum í Perth í næstu viku. Ásthildur meiddist í mars í fyrra þegar Íslendingar mættu Skotum í Egilshöllinni og hefur ekki spilað með liðinu síðan. Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 16 leikmenn sem halda til Skotlands.

Sport
Fréttamynd

Preston í úrslitin

Preston North End mun leika gegn West Ham um laust sæti í ensku úrvaldsdeildinni að ári. Preston gerði í kvöld markalaust jafntefli gegn Derby í seinni leik liðanna og eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum leika þeir til útslita gegn Hömrunum.

Sport
Fréttamynd

Mourinho stefnir á fimm titla

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist vilja vinna fimm titla á næstu leiktíð og tekur skýrt fram að hann sé ekki hrokafullur. Mourinho ætlar Chelsea því að vinna Meistaradeild Evrópu, úrvalsdeildina, enska bikarinn og deildabikarinn og góðgerðarskjöldinn að auki.

Sport
Fréttamynd

Pétur á skotskónum fyrir Hammarby

Pétur Marteinsson skoraði annað marka Hammarby sem sigraði Djurgården 2-1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Pétur lék allan leikinn fyrir Hammarby og fékk hæstu einkunn eða 8 í <em>Dagens Nyheter</em>. Kári Árnason byrjaði inná í liði Djurgården en var skipt út af stundarfjórðungi fyrir leikslok. Kári fékk 4 í einkunn hjá <em>Dagens Nyheter</em>.

Sport
Fréttamynd

Elsti FA bikarinn seldur

Elsta útgáfa af verðlaunagrip ensku bikarkeppninnar er orðinn dýrasti verðlaunagripurinn í sögu fótboltans eftir að hafa verið seldur á uppboði í London fyrir 420 þúsund pund. Spilað var um verðlaunagripinn frá árunum 1896 til 1910.

Sport
Fréttamynd

Everton á höttunum eftir Traore

Everton vill kaupa varnarmanninn Djimi Traore frá Liverpool sem metinn er á tvær milljónir punda. Þá er Paul Konchesky hjá Charlton einnig orðaður við Everton en hann er sagður kosta tvær milljónir. Skoska blaðið <em>Daily Record</em> greinir frá því í morgun að Everton vilji kaupa búlgarska miðvallarleikmanninn Stilian Petrov frá Celtic.

Sport
Fréttamynd

Grétar skoraði fyrir Young Boys

<font face="Times New Roman"> Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrir Young Boys í 3-2 sigri á Grashoppers í svissneska fótboltanum í gærkvöldi. Young Boys hafði sætaskipti við Grashoppers og er í þriðja sæti deildarinnar. </font>

Sport
Fréttamynd

Koller orðrómnum neitað

Umboðsmaður Jan Koller, Tékkans stóra hjá Borussia Dortmund, hefur neitað þeim orðrómi að skjólstæðingur hans sé á leið í ensku úrvaldsdeildina og eru þá Sunderland eða WBA helst nefnd.

Sport
Fréttamynd

Inter í úrslit bikarkeppninnar

Internazionale sigraði Cagliari 3-1 og 4-2 samtals í tveimur leikjum í undanúrslitum um ítalska bikarinn í knattspyrnu í gærkvöldi. Í úrslitum mætir Internazionale annaðhvort Roma eða Udinese.

Sport
Fréttamynd

Beckham viðrar óánægju sína

Enski landsliðsfyrirliðinn hefur viðrað óánægju sína með að fara í gegnum annað tímabilið án bikars hjá Real Madrid. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur ekki unnið til verðlauna síðan hann flutti sig til Spánar fyrir tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Etoo ekki til sölu

Forseti Barcelona, Joan Laporta, sagði í dag að hann myndi aldrei selja Samuel Etoo þrátt fyrir orðróm um áhuga Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Miklar breytingar hjá Watford

Miklar breytingar verða á leikmannahópi Watford á næstu leiktíð. Níu leikmenn fara frá félaginu í sumar en samningur við þá verður ekki endurnýjaður. Tveir leikmennn gætu bæst í hópinn, Heiðar Helguson og Gavin Mahon. Adrian Boothroyd, knattspyrnustjóri liðsins, er að leita að leikmönnum í Rúmeníu en hann segist vera að leita að leikmönnum sem spili skemmtilega knattspyrnu og þeir sem keyptir verða til félagsins eigi að skemmta áhorfendum.

Sport
Fréttamynd

Neitar ásökunum um lyfjamisnotkun

Fyrrverandi forseti rússneska knattspyrnuliðsins Spartak Moskva, Andrei Chervichenko, neitar ásökunum um að félagið hafi kerfisbundið gefið leikmönnum liðsins örvandi efni og stera fyrir tveimur árum. Fyrirliði Spartak, Yegor Titov, fékk árs keppnisbann í janúar í fyrra eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Sport
Fréttamynd

Leikið til úrslita í UEFA-bikarnum

Úrslitaleikur Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu fer fram í dag. Portúgalska liðið Sporting mætir Rússneska liðinu CSKA frá Moskvu og verður leikurinn háður á heimavelli Sporting í Lissabon. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn en hann hefst klukkan 18.45.

Sport
Fréttamynd

Hamann aftur í landsliðið

Dietmar Hamann, þýska miðjustálið hjá Liverpool, var í dag kallaður á ný í þýska landsliðshópinn. Hamann hefur ekki leikið landsleik síðan á EM 2004 en frammistaða hans að undanförnu með Liverpool hefur sannfært Jurgen Klinsmann í að velja hann í landsliðið á nýju.

Sport
Fréttamynd

Drogba með heimþrá

Didier Drogba, sóknarmaður Englandsmeistara Chelsea, segist í samtali við franska blaðið <em>L´Equipe</em> ekki útiloka að fara aftur til Marseille. Drogba segir að hann hafi átt erfitt með að laga sig að lífinu í Lundúnum og að hann sé með heimþrá. Drogba segir að leikstíll Chelsea henti sér ekki en fer lofssamlegum orðum um knattspyrnustjórann, Jose Mourinho.

Sport
Fréttamynd

CSKA komið yfir

Yuri Zhirkov var rétt í þessu að koma CSKA frá Moskvu yfir gegn Sportin frá Lissabon í úrslitaleik Uefa keppninnar í knattspyrnu. Zhirkov stakk sér framfyrir varnarmenn Sportin og skoraði með góðu skoti undir Ricardo í markinu sem kom út á móti. Staðan er sem sagt 2-1 fyrir CSKA þegar um 25 mínútur eru til leiksloka

Sport
Fréttamynd

West Ham í úrslit

West Ham tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvaldsdeildinni að ári er liðið sigraði Ipswich 0-2 á Portman Road. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli 2-2. Það var Bobby Zamora sem gerði bæði mörk West Ham á tíu mínútna kafla um miðjan síðari hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Ambrosini ekki með í Istanbul?

Miðjumaðurinn hjá AC Milan, Massimo Ambrosini, mun líklega missa af úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool í Istanbul þann 25. maí vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Reyes líklega með í úrslitaleiknum

Arsenal fengu í dag góðar fréttir er í ljós kom að framherjinn Jose Antonio Reyes muni líklega vera leikfær fyrir úrslitaleik ensku bikarkeppninnar gegn Manchester United.

Sport