Íslenski boltinn

Fréttamynd

„Mjög sætt að hafa endað á toppnum“

„Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Lengjudeildarmeistara ÍA, en liðið tryggði sér um helgina sæti í Bestu deild karla sumarið 2024.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mann hefur dreymt um þessa stund“

„Fyrst og fremst algjörlega frábært að enda þetta tímabil svona, fara beint upp í efstu deild þar sem manni sem Skagamanni finnst að Skaginn eigi að vera og það sem maður ólst upp við,“ sagði Arnór Smárason um frábæran endi ÍA á tímabilinu en liðið leikur í Bestu deild karla í knattspyrnu að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víkingar strá salti í sár Blika

Víkingur varð á laugardag bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á KA. Eðlilega var sigurinn auglýstur við Fífunna, þar sem Breiðablik hefur aðsetur en liðin hafa eldað grátt silfur undanfarin misseri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sif Atla­dóttir leggur skóna á hilluna

Landsliðskonan fyrrverandi Sif Atladóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril. Hún hefur undanfarin ár spilað með Selfossi í Bestu deild kvenna en liðið er fallið niður í Lengjudeildina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri Fannar: Fannst ég skulda liðinu þetta

Andri Fannar Baldursson skoraði sigurmark af dýrari gerðinni þegar íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta karla bar sigurorð af því tékkneska í undankeppni EM 2025 á Víkingsvellinum í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Rætt um leikinn á X-inu: „Get in Alfredo“

Íslenskir fótboltaáhugamenn ræddu frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í leik liðsins gegn Bosníu Hersegóveníu í undankeppni EM 2024 sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld á samfélagsmiðlinum X-inu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Allt í hnút í fallbaráttunni fyrir lokaumferðina

Tindastóll bar sigurorð af Selfossi í næstsíðustu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta á Jáverk-vellinum í dag. Tindastóll mun heyja harða og æsispennandi baráttu um að forðast fall úr deildinni í lokaumferð deildarinnar. 

Fótbolti