Körfubolti

Fréttamynd

Evrópudraumurinn úti

Evrópudraumur Keflvíkinga dó í kvöld er þeir töpuðu gegn svissneska liðinu Fribourg með átta stiga mun, 93-85, í Keflavík. Fribourg liðið var sterkara allan leikinn og náðu mest 17 stiga forskoti, en staðan í hálfleik var 49-39.

Sport
Fréttamynd

Loksins sigur hjá KR-stúlkum

KR náði loks að landa sínum fyrsta sigri í fyrstu deild kvenna í körfubolta í gærkvöld þegar liðið marði sigur á Njarðvík, 55-54. Einn leikur fer fram í deildinni í kvöld: Haukar og Grindavík mætast á Ásvöllum klukkan 19.15.

Sport
Fréttamynd

Skotsýning Dallas og Washington

Fimm leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Dallas Mavericks og Washington Wizards buðu upp á skotsýningu og skoruðu samtals 257 stig. Dallas vann með 137 stigum gegn 120. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig og Dirk Nowitski 28 fyrir Dallas. Nowitski fór yfir 10 þúsund stig í stigaskorun sinni í NBA.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór með 14 stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig fyrir lið sitt Dynamo St.Pétursborg þegar liðið vann ellefta leik sinn í röð í Evrópudeildinni í gærkvöld. Dynamo vann Khimik Yuzhny frá Úkraínu 73-63.

Sport
Fréttamynd

Ætlum að toppa eigin árangur

Keflvíkingar taka á móti Benetton Fribourg Olympic frá Sviss í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í kvöld. Fyrri leiknum, sem fram fór í Sviss, lyktaði með sigri heimamanna, 103-95, og þarf Keflavík að vinna með 9 stigum eða meira til að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í keppninni. Keflvíkingar geta reyndar leyft sér að vinna með 8 stiga mun svo framarlega sem gestirnir skori minna en 95 stig.

Sport
Fréttamynd

Ágúst velur u-18 hópinn

Ágúst Björgvinsson, þjálfari u-18 landsliðs kvenna í körfuknattleik, hefur valið 15 manna hópinn sem taka mun þátt í undirbúningi fyrir Norðurlandamóti í maí, en þetta kemur fram á heimasíðu körfuknattleikssambands íslands.

Sport
Fréttamynd

Magic endaði sigurgöngu Pistons

Orlando Magic, með Steve Francis í broddi fylkingar, batt enda á sigurgöngu Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt, 103-101, en liðin mættust nokkrum dögum áður þar sem Pistons hafði betur.

Sport
Fréttamynd

Hundur óhreinkaði NBA-leik

Í hálfleik viðureignar Detroit Pistons og Orlando Magic gerðist það spaugilega atvik að fresta varð seinni hálfleiknum um nokkrar mínútur eftir að hundur nokkur, sem góðgerðarstamtökin Canine Companions hafði með í för, gerði þarfir sínar á gólfið

Sport
Fréttamynd

Suns tapa fjórða leiknum í röð

Phoenix Suns töpuðu fjórða leik sínum í röð í NBA-deildinni, nú fyrir meisturum Detroit Pistons, 94-80. Chicago Bulls sigraði hins vegar New York Knicks 88-86, en þetta var sjöundi sigurleikur Bulls í röð.

Sport
Fréttamynd

Baron Davis meiddist gegn Raptors

Baron Davis, leikmaður New Orleans Hornets, meiddist í leik gegn Toronto Raptors í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt. Sparkað var í fót Davis sem varð til þess að hann meiddist á hæl.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur í körfunni í kvöld

Í kvöld lýkur 13. umferð Intersport deildar karla í körfubolta með stórleik sem sker úr um það hvort liðið er á toppi deildarinnar eftir umferðina en þá mætast Keflavík og Snæfell í Reykjanesbæ. Fjögur lið eru jöfn að stigum með 18 stig eins og er, Keflavík efst og Snæfell í 4. sæti. Leikurinn hefst kl 19.15.

Sport
Fréttamynd

35 stig frá James dugðu ekki til

Ray Allen hafði betur í einvíginu gegn LeBron James þegar lið þeirra, Seattle Supersonics og Cleveland Cavaliers, áttust við í fyrrinótt í NBA-körfuboltanum.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar á toppinn

Keflavík náði 2 stiga forystu á toppi Intersportdeildarinnar í körfubolta karla í kvöld þegar liðið sigraði Snæfell úr Stykkishólmi á heimavelli, 79:68. Staðan í hálfleik var þó 30-39 fyrir Snæfell en heimamenn sneru dæminu við í síðari hálfleik. Bæði lið voru með 18 stig fyrir leikinn ásamt Njarðvík og Fjölni en Snæfell er áfram í 4. sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Pippen í málaferlum

Scottie Pippen, sem er best þekktur fyrir að vinna sex meistaratitla með Chicago Bulls í NBA-körfuboltanum, hefur stefnt fyrirtækinu Katten Muchen Zavis Rosenman og lögfræðingi þess fyrir vítavert gáleysi í samskiptum við sig.

Sport
Fréttamynd

Fjórir dæmdir í bann

Tveir leikmenn í NBA-körfuboltanum, Nene hjá Denver Nuggets og Michael Olowokandi hjá Minnesota Timberwolves, voru dæmdir í fjögurra leikja bann fyrri slagsmál og kýtingar undir lok þriðja fjórðungs í leik liðanna á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Ljónin töpuðu óvænt gegn Haukum B

2. deildarlið Ljónanna mátti sætta sig við sitt fyrsta deildartap á tímabilinu þegar þeir steinlágu með 17 stigum, 70-87, fyrir b-liði Haukanna á Ásvöllum um helgina.

Sport
Fréttamynd

Þriðja tap Phoenix í röð

Tólf leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Phoenix Suns tapaði þriðja leik sínum í röð þegar Washington lagði þá að velli 108-103.

Sport
Fréttamynd

Stjörnuleikur KKÍ í dag

Stjörnuleikur Körfuknattleikssambands Íslands verður í dag í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Kvennaleikurinn hefst klukkan 14 og karlaleikurinn tveimur tímum síðar. Þetta er átjándi stjörnuleikur KKÍ en innlendir og erlendir leikmenn etja kappi saman. Auk þess fer fram troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni.

Sport
Fréttamynd

Damon Stoudamire með 54 stig

Damon Stoudamire setti nýtt persónulegt met, og nýtt met hjá Portland Trail Blazers, þegar hann skoraði 54 stig í leik gegn New Orleans Hornets.

Sport
Fréttamynd

Pistons vann Magic, Hill hylltur

Grant Hill og félagar hans í Orlando Magic, háðu harða baráttu við Detroit Pistons á útivelli í NBA-körfuboltanum í nótt. Hill, sem lék með Pistons áður en hann hélt til Orlando, náði ekki að koma í veg fyrir sigur Pistons, 101-94.

Sport
Fréttamynd

Sigur eftir tvær framlengingar

Leikur Los Angeles Clippers og Miami Heat í NBA-körfuboltanum í nótt, sem fram fór á heimavelli Clippers, var æsispennandi og þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrslit.

Sport
Fréttamynd

Phoenix steinlá gegn Indiana

Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Það bar helst til tíðinda að Phoenix steinlá gegn Indiana og San Antonio marði sigur á Dallas.

Sport
Fréttamynd

Detroit hylli Grant Hill

Í kvöld mun Detroit Pistons taka á móti Orlando Magic í The Palace í Auburn Hills í NBA-körfuboltanum. Viðureignin verður merkileg fyrir það leyti að Grant Hill hjá Orlando Magic, sem lék 6 tímabil með Pistons, olli töluverðu fjaðraþoki þegar hann fór þess á leit við forráðamenn Pistons að verða skipt frá liðinu. Þá hafði hann leikið með fjórum mismunandi þjálfurum, ótal leikmönnum og var orðinn langþreyttur á ástandinu.

Sport
Fréttamynd

Rockets vann Nets í framlengingu

Bob Sura, leikmaður Houston Rockets, setti persónulegt met í leik gegn New Jersey Nets þegar hann skoraði 35 stig í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt.

Sport
Fréttamynd

Njarðvíkingar lágu heima

Njarðvíkingar lágu á heimavelli gegn ÍR-ingum 91-87 í Intersport-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn kom mjög á óvart en hann var verðskuldaður. Breiðhyltingar voru yfir nánast allann leikinn. Theo Dixon skoraði 29 stig og Eiríkur Önundarson 24 fyrir ÍR. Brenton Birmingham skoraði 25 stig fyrir Njarðvík.

Sport
Fréttamynd

Bryant sneri ökkla

Körfuboltasnillingurinn Kobe Bryant seri sig á ökkla í leik með Los Angeles Lakers í bandaríska NBA körfuboltanum síðustu nótt og lítur út fyrir að hann verði lengi frá. Atvikið átti sér stað í leik gegn Cleveland Cavaliers í gær fimmtudagskvöld og í dag tilkynnti félagið að meiðslin væru alvarleg.

Sport
Fréttamynd

Bryant meiddist gegn Cavaliers

LeBron James og félagar í Cavaliers sóttu Lakers heim í fyrrinótt og bauð James upp á enn einn stórleikinn, skoraði 28 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Keflavík tapaði gegn Fribourg

Keflavík lék sinn fyrsta leik í úrslitum bikarkeppni Evrópu í kvöld þegar liðið sótti Benetton Fribourg Olympic frá Svisslandi heim. Heimamenn byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 35-21.

Sport
Fréttamynd

Jazz vann Suns og Spurs

Þó svo að Utah Jazz hafi ekki fláð feitan gölt í NBA-körfuboltanum í vetur, þá tókst liðinu að leggja San Antonio Spurs og Phoenix Suns að velli í vikunni en liðin tvö eru í tveimur efstu sætum deildarinnar.

Sport