Sport

Jazz vann Suns og Spurs

Þó svo að Utah Jazz hafi ekki fláð feitan gölt í NBA-körfuboltanum í vetur, þá tókst liðinu að leggja San Antonio Spurs og Phoenix Suns að velli í vikunni en liðin tvö eru í tveimur efstu sætum deildarinnar. Leikurinn gegn Suns var með fjörugra móti og má geta þess að varamannabekkur Jazz skoraði 67 stig á móti 6 stigum hjá Suns. Lokatölur urðu 115-08 og fimmta tap Suns staðreynd. Mehmet Okur var stigahæstur Jazz með 21 stig og tók 17 fráköst. Quentin Richardson skoraði 24 stig fyrir Phoenix Suns sem heldur toppsæti vesturdeildarinnar, þrátt fyrir tapið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×