Íslensk erfðagreining

Fréttamynd

Stuðningur Katrínar við sótt­varnar­lækni sjálf­sagður

Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir sjálfsagt að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið á bak við sóttvarnarlækni. Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi og þáverandi forstjóri Persónuverndar, hefur sagt að það væri alvarlegt hvernig Katrín hefði talað um Persónuvernd.

Innlent
Fréttamynd

Í fram­haldi af við­tali við Helgu Þórisdóttur

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fall þegar sam­skipti Katrínar og Kára voru birt

Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Til á­réttingar

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi lét hafa það eftir sér í viðtalsþætti í Ríkisútvarpinu að Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra hefði sýnt af sér ábyrgðarleysi þegar hún„tók afstöðu með einkafyrirtæki og gegn Persónuvernd“í deilum um þátttöku íslenskrar erfðagreiningar í vörnum gegn Covid 19.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Helgu fara með rangt mál

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Helgu Þórisdóttur, forsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar, hafa farið með rangt mál í Forystusætinu á RÚV í vikunni. 

Innlent
Fréttamynd

Fundu erfðabreytileika sem eykur líkur á fóstur­láti

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólk þeirra á Íslandi og í Danmörku og Bandaríkjunum fundu erfðabreytileika sem hefur áhrif á endurröðun erfðaefnis og eykur líkur á fósturláti, líklega með því að auka líkur á litningagöllum.

Innlent
Fréttamynd

Metnaðar­­fyllsta rað­greiningar­verk­efni sögunnar lokið

Breski lífssýnabankinn, UK Biobank, birtir í dag niðurstöður úr stærsta raðgreiningarverkefni í heimi en vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og Wellcome Trust Sanger Institute raðgreindu 500 þúsund erfðamengi á þremur árum fyrir Breska lífsýnabankann. 

Innlent
Fréttamynd

Ætlaði ekki að verða þrí­tug og enn með sín brjóst

„Mér persónulega hefði ekki dottið í hug fyrir tíu árum að í erfðamengi mínu væri tifandi tímasprengja,“ segir Bergfríður Þóra Óttarsdóttir. Hún var 24 ára gömul þegar hún fékk að vita að hún væri arfberi íslensku BRCA 2 erfðabreytunnar, sem vegna krabbameinshættu styttir ævilengd arfberanna að meðaltali um sjö ár. Vitneskjan gaf henni tækifæri á því að gera ráðstafanir til að gangast undir brjóstnám og draga þannig verulega úr líkunum á brjóstakrabbameini.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort við ætlum að grípa inn í eða sitja hjá

Fjögur prósent Íslendinga eru með erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill að gripið verði inn í snemma, svo draga megi úr alvarleika sjúkdóma vegna breytileikans.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Lífs­nauð­syn­leg vit­neskja

Almenningi er boðið á fræðslufund í húsi Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni klukkan 5 í dag. Þar verða kynntar niðurstöður nýrrar vísindarannsóknar sem sýnir að fjögur prósent Íslendinga eru með meðferðartæka erfðabreytileika sem eykur líkur á sjúkdómum svo sem krabbameinum og hjartasjúdómum og styttir lífslíkur.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur prósent Ís­lendinga með erfðabreytileika sem dregur úr lífs­líkum

Einn af hverjum 25 Íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Þetta hefur erfðafræðirannsókn á meðferðartækum erfðabreytileikum, sem framkvæmd var af Íslenskri erfðagreiningu, leitt í ljós. Forstjórinn segir gríðarleg tækifæri felast í vitneskjunni.

Innlent
Fréttamynd

Agnar og Sunna ráða gátuna

Starfsfólk hjá Íslenskri erfðagreiningu hefur til rannsóknar brot úr höfuðkúpu sem fundust milli þilja í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á dögunum. Beinin eru illa farin en reynt verður að einangra DNA úr þeim til að rekja sig að eigandanum, ef hægt er.

Innlent
Fréttamynd

Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér.

Innlent
Fréttamynd

Fundu erfðabreytu sem hefur áhrif á tónhæð raddar

Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á upptökum af tali um þrettán þúsund Íslendinga varpar ljósi á erfðabreytu sem hefur áhrif á hversu djúp eða há röddin er. Erfðabreytan er sú fyrsta sem vitað er að hafi áhrif á tónhæð að sögn vísindamanns.

Innlent
Fréttamynd

Verjumst riðu! Ný nálgun við 100 ára gamalt verkefni

Á dögunum bárust okkur þær hræðilegu fréttir að riðusmit hafi greinst Miðfjarðarhólfi, en það svæði hefur verið talið musteri sauðfjárræktar í landinu. Það er ávallt áfall þegar riða greinist í sauðfé og aflífa þarf allan stofninn, áfall sem ekki nokkur bóndi á að þurfa að ganga í gegnum. Miðfjarðarhólf var fram að þessu talið hreint svæði og því er erfitt að kyngja þessum nýju tíðindum og hugur okkar er hjá bændum sem nú þurfa að drepa allt sitt fé nokkrum dögum fyrir sauðburð.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu

Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust.

Innlent
Fréttamynd

Kári lagði Per­sónu­vernd

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hefði brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu og Þjónustumiðstöðinni

Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Kópavogi hefur sagt upp 17 starfsmönnum eða nær helmingi allra sem starfa þar. Ástæðan er sú að færri verkefni Íslenskrar erfðagreiningar kalla á aðkomu Þjónustumiðstöðvarinnar en áður. Þá missa níu vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hvað er hugsun?

Hvað er hugsun? er heitið á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar þar sem fjórir fyrirlesarar velta fyrir sér hvernig hugsun fæðist og hvaða þýðingu fyrirbærið hugsun hefur fyrir alla okkar tilveru.

Innlent