Skoðanir

Fréttamynd

Veikasti hlekkurinn

Til stendur að kjósa um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í ráðgefandi atkvæðagreiðslu í sumar. Hvort þetta sé góð hugmynd er annað mál, en látum það eiga sig að sinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hverra virkjun?

Orkuveita Reykjavíkur sleppti heldur betur fram af sér beislinu í hinu svokallaða góðæri á Íslandi. Fyrir hrun var fjárfest fyrir milljarða króna. Það hefur svo komið á daginn að forsendur þessara fjárfestinga reyndust ekki halda. Skuldir Orkuveitunnar hafa hækkað allverulega vegna gengisbreytinga en tekjurnar hafa ekki aukist til samræmis, þrátt fyrir miklar hækkanir á gjaldskrám til almennra notenda.

Skoðun
Fréttamynd

Er þingræði lýðræði?

Við almenningur viljum trúa því að við búum í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þjóðfélagi þar sem hagsmunir samfélagsins ganga framar sérhagsmunum. Þar sem réttur lítilmagnans er ekki fótum troðinn svo hinir sterku geti fengið sitt fram. Þessu hefur hins vegar verið haldið frá okkur svo áratugum skiptir, allt í valdi einhvers sem kallað hefur verið þingræði.

Skoðun
Fréttamynd

Pólitískir puttar í lífeyrissjóðina

Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði á ársfundi sjóðsins að sífellt aukinn áhugi stjórnmálamanna á lífeyrissjóðunum væri ills viti. Á vettvangi stjórnmálanna hafa að undanförnu komið fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á lífeyriskerfinu, sem eru stórlega varasamar. Sumar þeirra voru raktar í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mennska í takt við nýja tíma

Hér á landi eru konur og karlar nú jöfn fyrir lögum og fjallað er um að einstaklingurinn sé frjáls, hafi val og að kyn skipti sama og engu máli er kemur að því að fóta sig í lífinu. Staðreyndin er hins vegar önnur og veruleikinn sem við blasir mun flóknari. Kynjamótunin hefst strax á fæðingardeildinni og félagsmótun á sér stað í gegnum allt lífið með gamaldags hugmyndum um eðli kynjanna. Bræðingur af ósýnilegum reglum, gildum og viðmiðum sem eru einungis skrifuð í lífið sjálft. Niðurstöður rannsókna sýna fram á stöðnun, bakslag og eftirlit með aðgerðum er af skornum skammti.

Skoðun
Fréttamynd

Öfgafemínismi

Ummæli sem frú Vigdís Finnbogadóttir lét hafa eftir sér í vikublaðinu Monitor á fimmtudaginn hafa farið öfugt ofan í marga. Spurning um öfgafemínisma vakti hörðustu viðbrögðin, þó Vigdís hafi svarað henni á mjög yfirvegaðan hátt. Hún varar við öfgum, sem hún segir geta eyðilagt góðan málstað. Það er hárrétt hjá Vigdísi, þó hvergi hafi verið gerð tilraun til að útskýra meintar öfgar.

Bakþankar
Fréttamynd

Einelti er kerfisfyrirbæri

Tilefni þessa greinarkorns er vaxandi fjöldi dæma um einelti og vanlíðan á vinnustöðum sem tengist þeim þrengingum sem fylgt hafa í kjölfar bankahrunsins. Það á bæði við á markaði og í stofnunum menntakerfis, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á málþingum, í faglegri umræðu og meðal faghandleiðara ber þessi fyrirbæri æ tíðar á góma. Er það ótrúlegt en satt, að á virtum menningar- og menntastofnunum, sem jafnvel fást sjálfar við þessi mál í kennslu og rannsóknum, birtist eineltisfyrirbærið í sinni skelfilegustu mynd, þannig að þeim sem hlustar á þá reynslu er ofboðið. Það er þörf á opinni samfélagsumræðu – innan og utan stofnana – um þetta mál.

Skoðun
Fréttamynd

Mamma ég er ólétt!

Tíðni fóstureyðinga í hópi stúlkna 15-19 ára var hæst hér á landi árið 2000 miðað við önnur norræn ríki en verulega hefur dregið úr þeim á síðustu árum. Árið 2000 var tíðni fæddra barna 15-19 ára íslenskra stúlkna mun hærri en hjá öðrum norrænum þjóðum en bilið hefur minnkað töluvert. Þrátt fyrir það er tíðni fæddra barna ennþá hæst hérlendis. Lægst var tíðnin árið 2004 þegar 134 börn fæddust, en hæst árið 2000 þegar 244 börn fæddust. Á árinu 2010 fæddust 149 börn 14-19 ára mæðra en það eru um 3% af heildarfjölda fæðinga það ár.

Skoðun
Fréttamynd

Velviljaðir dýrum, vinsamlega athugið

Nú geisa sem oft áður ýmis moldviðri um hið pólitíska landslag og fer slíkt fram hjá fáum. Hætt er við að þegar mökkurinn er sem mestur sjáist lítið úr augum og menn láti þá mikilvæg kennileiti fram hjá sér fara. Eitt það mikilvægasta sem stjórnmál snúast um er setning laga, sem við gildistöku verða hinn eiginlegi grunnur sem samfélag okkar byggir á. Ein slík lög eru nú um stundir í undirbúningi og gætu farið fram hjá þeim sem ekki vita – en vildu vita. Lög um dýravelferð.

Skoðun
Fréttamynd

Öflugur stuðningur við atvinnuleitendur

Þegar allir leggjast á eitt er árangurinn vís var yfirskrift greinar í Fréttablaðinu 14. mars þar sem ég sagði frá átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í til að sporna við atvinnuleysi og alvarlegum afleiðingum þess. Áhersla hefur verið lögð á fjölbreytt framboð verkefna og viðfangsefna þannig að atvinnuleitendur geti fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi sem styrkir stöðu þeirra og eykur líkur á starfi þegar aðstæður á vinnumarkaði lagast.

Skoðun
Fréttamynd

Kynning fornleifa í Vogum

Fyrir fimm árum samdi Sveitarfélagið Vogar (sem áður hét Vatnsleysustrandarhreppur) við Fornleifastofnun Íslands um að skrá fornleifar í öllu landi sveitarfélagsins. Gerður var samningur til 10 ára og verkinu skipt í áfanga. Þetta er mikið átak fyrir sveitarfélag með 1.200 íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Talað upp í vindinn

Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins notuðu nýafstaðna flokksráðsfundi til að lýsa yfir því að kosningabaráttan væri hafin þó að meir en ár lifi af kjörtímabilinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Forseti Íslands og ægivald fjármagnsins

Ólafur Ragnar Grímsson býður sig nú fram í embætti Forseta Íslands eftir sextán ára setu. Rætt er um að möguleg mótframboð kosti tugi ef ekki hundruð milljóna og séu því ekki á færi annarra en þeirra sem njóta stuðnings fjársterkra aðila.

Skoðun
Fréttamynd

Númer 14 og 171

Fyrr í vikunni afhenti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fyrir hönd Íslendinga nýjan spítala í Monkey Bay í Malaví. Spítalinn hefur verið meira en áratug í byggingu og hefur þegar breytt heilbrigðisástandi til hins betra í 125.000 manna héraði sem hann þjónar. Meðal annars hefur dregið talsvert úr mæðra- og ungbarnadauða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðin sem réð við spilafíkn

Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er vorið endanlega komið?

Þessi spurning var lögð fyrir lesendur Vísis í vikunni, í kjörkassanum góðkunna. Einhver kynni að spyrja sig hvort hægt væri að spyrja með svo afdráttarlausum hætti. En greinilega eru nógu margir sem hafa trú á mætti viljans og/eða eigin brjóstviti til að svara. Og niðurstöðurnar voru afdráttarlausar. Já sögðu 25% og nei sögðu 75%. Þrátt fyrir góðan vilja og bjartsýni 25% prósenta þess hluta þjóðarinnar sem lagði atkvæði sitt í kjörkassann er vorið því ekki endanlega komið.

Bakþankar
Fréttamynd

Skref í ranga átt

Tillaga um lyfjaávísanir hjúkrunarfræðinga hefur litið dagsins ljós að nýju. Þessi hugmynd var viðruð fyrir nokkrum árum og þá á þeim forsendum að fóstureyðingar á Íslandi væru of margar og hægt væri að stemma stigu við þeim með því að heimila ljómæðrum að skrifa út pilluna. Þær hugmyndir fengu ekki brautargengi og samt fækkaði fóstureyðingum á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Vinskapur og barneignir

Gamanmyndin Friends with Kids verður frumsýnd hér á landi annað kvöld og fer einvala lið leikara með aðalhlutverkin í myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Bókmenntafræði hversdagsins

Leitið og þér munuð finna.“ Stutt og laggott svar eins kennaranna í almennri bókmenntafræði í denn við spurningu eins nemandans um það hvert viðfangsefni bókmenntafræðinnar væri. Þessi kennari taldi sem sé að túlka mætti hvaða texta sem væri út frá fyrirframgefnum hugmyndum lesandans og heimfæra hverja þá kenningu sem lesandanum væri kærust upp á alla texta sem skrifaðir hafa verið. Textinn öðlaðist ekki merkingu fyrr en í huga lesandans.

Bakþankar
Fréttamynd

Gegnumbrot skáldskaparins

Nýlega (nánar tiltekið 10. mars sl.) las ég í Fréttablaðinu ágæta grein eftir Hermann Stefánsson rithöfund þar sem hann fjallar um það sem hann kallar öfgamaskúlínisma og varar við honum og hvetur okkur öll, okkur alla réttara sagt, karla þessa lands, til að hafna honum í orðum og æði.

Skoðun
Fréttamynd

Viltu brúnt vatn?

Má bjóða ykkur jákvæða frétt í tilefni dagsins? Stórfrétt sem sýnir svart á hvítu hvernig einbeittur vilji og samstaða geta gert heiminn að betri og barnvænni stað? Þúsaldarmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um aðgengi að hreinu drykkjarvatni hefur verið náð!

Skoðun
Fréttamynd

Svívirðilegt níð

Í Fréttablaðinu í gær birtist makalaus bókaumsögn um eina af útgáfubókum Uglu, Líf Keiths Richards, sem kom út fyrir jólin og hefur almennt fengið hinar bestu viðtökur. Bókaumsögnin er tilhæfulaus og andstyggileg persónuleg árás á þýðanda bókarinnar, Elínu Guðmundsdóttur, og útgefanda hennar. Orðrétt segir ritdómarinn, Friðrika Benónýsdóttir, í Fréttablaðinu í gær:

Skoðun
Fréttamynd

Athugasemdir við grein Marðar Árnasonar

Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein í Fréttablaðið hinn 17. febrúar sl. undir heitinu "Orkan er takmörkuð auðlind“. Ástæða er til að gera athugasemdir við sumt í þessari grein Marðar.

Skoðun
Fréttamynd

Vissir þú þetta um vatnið?

Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Mikið magn af vatni þarf til til að framleiða dagskammt af fæðu fyrir eina manneskju. Miklu meira en við flest gerum okkur grein fyrir. Að meðaltali drekkum við 2-3 lítra af vatni á dag en það þarf 1.500 lítra af vatni til að framleiða aðeins 1 kíló af korni og það þarf tíu sinnum meira vatn eða 15.000 lítra til að framleiða 1 kíló af kjöti.

Skoðun
Fréttamynd

Perlan, sýninga- og safnahús

Perlan, eitt af höfuðkennileitum Reykjavíkurborgar, var upphaflega byggð sem útsýnis- og veitingastaður, þaðan sem sjá mátti vítt og breitt yfir og til allra átta. Sem slíkur áfangastaður hefur Perlan notið mikilla vinsælda og dregið að sér sæg gesta og ferðamanna allt frá opnun.

Skoðun
Fréttamynd

Vatnið okkar – auðlind til framtíðar

Allar lífverur jarðar eru háðar vatni til lífs, hvort sem þær lifa á landi eða í sjó. Þetta gildir ekki síst um manninn – en oft er aðgangur að vatnsauðlindinni takmarkaður á heimsvísu. Við sem búum á Íslandi gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir verðmæti vatnsauðlindarinnar – einmitt vegna þess að við höfum aðgang að svo miklu vatni. Jöklar þekja tæplega 12% af yfirborði landsins og jökulár sjá vatnsaflsvirkjununum árlega fyrir 42.300 milljónum rúmmetra af vatni til framleiðslu á rafmagni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er góð nýting á hval?

Þann 12. mars hófst auglýsingaherferð Alþjóðadýraverndunarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í sjónvarpi. Markmið auglýsingarinnar er að vekja almenning á Íslandi til umhugsunar um skynsamlega nýtingu á hvölum. Í auglýsingunni er varpað fram þeirri spurningu hvað sé góð nýting á hrefnu. Hrefnan hefur verið uppistaðan í hvalaskoðun á Íslandi um árabil en hvalaskoðendur hafa merkt neikvæða breytingu á hegðun hennar, hún er styggari og erfiðari að nálgast en áður og er það samdóma álit forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík að hrefnuveiðarnar í Faxaflóa hafi haft neikvæð áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnlagaklúður

Stjórnarmeirihlutanum á Alþingi virðist ætla að takast að klúðra enn einu stórmáli, endurskoðun stjórnarskrárinnar. Uppleggið var þó ekki slæmt. Alþingi hefur aldrei ráðið við það verkefni sitt að endurskoða stjórnarskrána í heild, sem stefnt var að fljótlega eftir lýðveldisstofnun. Málið hefur alltaf týnzt ofan í skotgröfum flokka- og kjördæmapólitíkur. Það var þess vegna rétt ákvörðun að taka það úr hinum hefðbundna farvegi samningaviðræðna stjórnmálaflokka og fela stjórnlagaþingi að semja drög að nýrri stjórnarskrá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fæðuöryggi, mannfjölgun og loftslagsbreytingar

Í þessari viku kemur Norðurlandaráð saman til fundar í Reykjavík til að fjalla um málefni norðurskautsins. Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs mun einnig ræða annað og mikilvægt mál, fæðuöryggi. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund nefndarinnar til að lýsa því hvernig fámenn þjóð á eyju í miðju Atlantshafi stendur vörð um fæðuöryggi sitt og stuðlar jafnframt að fæðuöryggi í öðrum löndum með því að flytja út sjávarafurðir.

Skoðun
Fréttamynd

Byggjum frekar umræður á upplýsingum og fræðslu en uppnámi og hræðslu

Frumvarp sem ég kynnti nýlega í ríkisstjórn og fjallar um að heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum vakti athygli fjölmiðla og hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Fréttastofa RÚV reið á vaðið með miklum bægslagangi og skellti sér strax á bullandi sund.

Skoðun