Innlent

Fréttamynd

Gengi Bakkavarar aldrei lægra í lok dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör Group féll um 4,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Það endaði í einni krónu á hlut en fór tímabundið í 99 aura og hefur aldrei verið lægra. Þetta jafngildir því að markaðsverðmæti félagsins nemi rúmum 2,1 milljarði króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin hreyfing á hlutabréfamarkaði

Engin viðskipti hafa verið á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni það sem af er dags. Þetta er nokkuð í takt við þróun mála upp á síðkastið en hægt og bítandi hefur dregið úr veltunni eftir því sem sól hefur hækkað á lofti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslandbanki stendur í núlli á Icelandair-hlutnum

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group sveif upp um 8,43 prósent í Kauphöllinni í dag dag. Útlit var fyrir að Íslandbanki, sem tók yfir 42 prósenta hlut í flugrekstrarfélaginu í síðustu viku á genginu 4,5 myndi tapa 150 milljónum króna á veðkallinu. Bankinn kemur nú út á núlli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör fellur um 32 prósent

Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um tæp 32 við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Fram kom á föstudag að fyrirtækið hefði ekki greitt af skuldabéfaflokki upp á 20 milljarð króna, sem var á gjalddaga í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Marel Food Systems hækkar mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,35 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hefur hækkað um 0,97 prósent. Þetta eru jafnframt einu hreyfingar dagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á ekki von á tilslökunum

Fyrrverandi fulltrúi hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir ólíklegt að sambandsþjóðirnar slaki á kröfum fyrir upptöku Evrunnar þótt Ísland gangi í sambandið. Þeir vilji ekki veikja gjaldmiðilinn. Hann telur að Ísland geti með aðild að ESB haft áhrif á mótun nýrrar fiskveiðistefnu sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Íhaldsþingmaður segir Brown hafa blekkt þingheim

Graham Brady, þingmaður breska Íhaldsflokksins, sem spurði Brown forsætisráðherra Bretlands í breska þinginu í fyrrdag um ábyrgð á innistæðum í Kaupþingi í Bretlandi, segir að forsætisráðherran hafi blekkt þingheim með svari sínu.

Innlent
Fréttamynd

Bakkavör átti daginn í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um 27 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkunin. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marel Food Systems, sem hækkaði um 4,08 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 3,33 prósent og Össurar um 3,12 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Century Aluminum rýkur upp um hundruð prósenta

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 10,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Gengi hlutabréfa í félaginu náði lægsta gildi, 135,5 krónum á hlut snemma í mars. Það stendur nú í 988 krónum á hlut og jafngildir það 629 prósenta hækkun á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn lækkar afurðaverð

Verð á íslenskum sjávarafurðum lækkaði um 1,5 prósent í mars mælt í erlendri mynt og var þetta níundi mánuðurinn í röð sem verðið lækkar. Það er nú jafn hátt og í mars 2006, samkvæmt nýrri greiningu IFS.

Viðskipti innlent