Vinstri græn

Fréttamynd

Loftslagið og dreifbýlið

Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax.

Skoðun
Fréttamynd

8 mínútur og 39 sekúndur

Í síðustu viku birti Hagstofa Íslands niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna. Launamunur hefur farið lækkandi hægt en örugglega frá árinu 2008, munur á atvinnutekjum karla og kvenna lækkaði úr 36,3% niður í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%.

Skoðun
Fréttamynd

Öflugri heil­brigðis­þjónusta á Suður­landi

Heilbrigðisumdæmi Suðurlands hefur lengi verið eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum auk þess sem sumarbústaðafjöldi á svæðinu er með því sem mest gerist á landinu og fólksfjölgun hefur verið mikil. Í heilbrigðisumdæminu bjuggu árið 2020 29.9217 manns á víðfeðmu svæði.

Skoðun
Fréttamynd

Ég elska íbúðina mína

Ég elska íbúðina mína. Mig hafði langað í mína eigin íbúð lengi, ég safnaði mér fyrir útborgun í henni og neitað mér um ýmislegt til þess að ná takmarkinu. Ég er mikil félagsvera, á miklu fleiri vini en ég á skilið, frábæra fjölskyldu, tek þátt í félagsstarfi og vinn á skemmtilegum vinnustað.

Skoðun
Fréttamynd

Lífskjör og velsæld!

Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk eins og við

Við í Vinstri grænum teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðismál í Suðurkjördæmi

Síðustu ár hefur íbúum Suðurkjördæmis, á Suðurnesjum og Suðurlandi, fjölgað hvað mest með tilheyrandi þjónustuþörf og einhverjir hafa séð hag sinn í að sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðið.

Skoðun
Fréttamynd

Gamalt fólk má líka velja

Hvernig skipuleggjum við þjónustu við eldra fólk á næstu áratugum? Munum við geta notað sömu lausnir og áður? Getum við búist við því að þau sem þurfa þjónustu hugsi eins og hafi sömu væntingar til þjónustu og þau sem voru í sömu sporum fyrir 20 árum?

Skoðun
Fréttamynd

Megi sólin skína!

Loftslagsmálin eru í brennidepli fyrir komandi kosningar og það má segja að þetta séu fyrstu kosningarnar þar sem flestir stjórnmálaflokkar leggja að einhverju leyti áherslu á mikilvægi aðgerða gegn loftslagsvánni.

Skoðun
Fréttamynd

Einstaklingar með ofurkrafta

Eitt af því sem við höfum öðlast meiri þekkingu um á síðustu árum er ADHD. ADHD er skilgreint sem röskun á boðefnakerfi heila á stöðvum sem gegna hlutverki við stjórn hegðunar. Hversu mikil áhrif röskunin hefur á líf þeirra með ADHD og hvernig röskunin kemur til með að þróast er hins vegar afleiðing af samspili fólks og umhverfis.

Skoðun
Fréttamynd

Réttur dýra til lífs og velvildar

Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar ég var lítill rót­tækur femín­isti

Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið.

Skoðun
Fréttamynd

Raun­hæfar lausnir gegn lofts­lags­vá til fram­tíðar

Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aukin tíðni óveðra, þurrka og hitabylgja er staðreynd. Stærri og stærri gróðureldar geisa víða um heim og hamfaraflóð æða yfir þéttbýli.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíal­istar fastir í for­tíðinni

Sósíalistaflokkurinn leggur fátt nýtt til og virðist haldinn varasamri fortíðarþrá. Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson berst hetjulegri baráttu gegn nýfrjálshyggjudraugnum sem sínum helsta óvini.

Skoðun
Fréttamynd

Öruggt hús­næði fyrir alla

Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri.

Skoðun
Fréttamynd

Sex fulltrúar V-lista í Norðurþingi óskuðu lausnar undan störfum

Sex fulltrúar á V-lista Vinstri grænna og óháðra óskuðu lausnar frá störfum á fundi sveitarstjórnar Norðurþings hinn 24. ágúst síðastliðinn. Aldey Traustadóttir er nýr forseti sveitarstjórnar en hún var 9. manneskja á lista framboðsins þegar gengið var til kosninga 2018.

Innlent
Fréttamynd

Hetjurnar okkar

Hugmyndir um staðalmyndir kynjanna eru áþreifanlegar í samfélaginu og ýta undir og viðhalda misrétti. Á þeim byggir líka hetjudýrkun á þekktum einstaklingum af karlkyni eins og tónlistarmönnum, útrásarvíkingum og afreksmönnum í íþróttum, einkum þó fótbolta sem oftar en ekki eru kallaðir „fótboltagoðsagnir“, „knattspyrnuhetjur“ og þó oftast „strákarnir okkar.“ .

Skoðun
Fréttamynd

„Algjör kúvending“ Vinstri grænna kom á óvart

Algjör kúvending hefur orðið á stefnu Vinstri grænna í stjórnarskrármálum, að mati formanns Stjórnarskrárfélagsins. Flokkurinn hafi nú viðurkennt að hann standi ekki með nýrri stjórnarskrá heldur styðji „bútasaumsaðferð“ sem hafi ekki - og muni ekki - virka.

Innlent
Fréttamynd

Efla þarf náms­tæki­færi full­orðinna

Menntamál skipta máli þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðar. VG hefur alla tíð lagt áherslu á skýra menntastefnu enda þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga menntakerfið að þörfum og fjölbreytileika mannlífsins.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast hvorki dóm sögunnar né kjósenda

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagðist ekki óttast dóm sögunnar um aðgerðir ríkisstjórnar hennar á kjörtímabilinu í ræðu á landsfundi flokksins í morgun. Þá sagðist hún ekki hafa áhyggjur ef kórónuveirufaraldurinn verður að kosningamáli.

Innlent