Samgönguslys

Fréttamynd

Draga enga ályktun af banaslysinu á Sighvati

Rannsóknarnefnd samgönguslysa dregur enga ályktun af banaslysi sem varð á línuskipinu Sighvati GK 57 norðarlega á Eldeyjarbanka norðvestan af Garðskaga þann 3. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem birt hefur verið á vef nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt bíl­slys í Borgar­firði

Hring­vegurinn er lokaður í Norður­ár­dal vegna al­var­legs um­ferðar­slyss. Tveir bílar skullu saman á Vestur­lands­vegi til móts við Hvamms­kirkju, skammt frá Bif­röst. Fjórir voru í bílunum.

Innlent
Fréttamynd

Ók móti umferð og á aðra bíla

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að maður sem ók á móti umferð á Reykjanesbrautinni ók utan í tvo bíla. Engan sakaði alvarlega en maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Lenti saman á Sæ­braut

Reið­hjóla­slys varð á hjóla­stígnum á Sæ­braut í Reykja­vík nú síð­degis. Tveir sjúkra­bílar voru sendir á vett­vang auk lög­reglu­bíls.

Innlent
Fréttamynd

Á rétt á upplýsingum varðandi slysið sem varð syni hans að bana

Bandarískur faðir manns sem lést í flugslysi á Þingvallavatni í febrúar 2022 á rétt á upplýsingum um flugmann vélarinnar og fyrirtæki hans frá Samgöngustofu. Þetta úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem vísaði málinu aftur til stofnunarinnar sem hafði áður hafnað beiðni föðurins.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er heppin að vera á lífi“

Framhaldsskólakennari á Akureyri höfuðkúpu-, kinnbeins- og kjálkabrotnaði þegar hún féll af rafhlaupahjóli á dögunum undir áhrifum áfengis. Hún segist sannarlega ætla að læra af asnaskap sínum.

Innlent
Fréttamynd

Bíl­velta á Suður­lands­braut

Bíl­velta varð á Suður­lands­braut á fjórða tímanum í dag. Einn var í bílnum. Sjúkrabíll, lögregla og slökkvilið mættu á vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Líðan hins slasaða sögð stöðug

Líðan mannsins sem fluttur var alvarlega slasaður á slysadeild, eftir bílveltu á Ólafsfjarðarvegi, er stöðug samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Innlent
Fréttamynd

Rúta brann í Kömbunum

Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið.

Innlent
Fréttamynd

Var með með­vitund þegar honum var bjargað úr sjónum

Líðan manns á sjötugsaldri sem bjargað var úr sjónum rétt utan við Njarðvíkurhöfn á laugardagskvöld er góð eftir atvikum, en hann var nokkuð lengi í sjónum. Hann var með meðvitund þegar viðbragðsaðilar náðu honum á land og hægt var að ræða við hann.

Innlent
Fréttamynd

Hinir far­þegarnir ekki taldir í lífs­hættu

Ferðamennirnir sem lentu í alvarlegu bílslysi á Vesturlandi í gær eru frá Bandaríkjunum og Slóveníu. Einn lést í slysinu en samkvæmt yfirlögregluþjóni á svæðinu eru hinir ferðamennirnir ekki taldir vera í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr“

Betur fór en á horfðist þegar öflug alda strandaði bátnum Hesteyri ÍS 95 á Hornströndum og hvolfdi slöngubát sem notaður var til að flytja fólk og farangur í land. Reynslumikill skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins.

Innlent
Fréttamynd

Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík

Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys í Þrengslum

Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum á Suðurlandi á níunda tímanum í dag. Einn hefur verið fluttur slasaður á bráðamóttöku í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Fær engar bætur eftir á­rekstur við barn

Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða.

Innlent