Vinnumarkaður

Fréttamynd

Mikil ó­á­nægja á skrif­stofu Sameykis

Óánægju hefur gætt meðal starfsmanna stéttarfélagsins Sameykis, meðal annars með framgöngu formannsins Þórarins Eyfjörð. Þetta herma heimildir fréttastofu en viðmælendum ber ekki saman um andrúmsloftið á skrifstofunni nú né í hvaða farveg mál hafa verið sett.

Innlent
Fréttamynd

Gular við­varanir í boði flug­um­ferðar­stjóra

Nú eru rúmlega tvö ár liðin frá því að Icelandair tók á flug á ný eftir að hafa verið í híði í 18 mánuði vegna Covid faraldursins. Sem betur fer hefur Icelandair og ferðaþjónustan á Íslandi náð sér vel á strik og á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu útflutningstekjur Íslendinga vegna flugs og ferðaþjónustu 35% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Vann á Ís­landi í hálft ár og náði að safna fyrir sex mánaða ferða­lagi

Dawid Siódmak er tæplega þrítugur Pólverji sem lifir nokkuð óhefðbundnum lífsstíl. Hann og unnusta hans vinna sex mánuði á ári, lifa mjög spart og safna pening. Hinn helminginn á árinu nýta þau í ferðalög víðsvegar um heiminn þar sem þau lifa á sparifénu. Hafa þau meðal annars heimsótt Víetnam, Kambódíu, Marokkó, Mexíkó og Spán. Undanfarna sex mánuði þau dvalið og unnið á gistiheimili á Íslandi og safnað fyrir næsta ferðlagi.

Lífið
Fréttamynd

Kaffiboðið í Karp­húsinu

Styrkur íslensks vinnumarkaðar endurspeglast í kröftugu og fjölbreyttu atvinnulífi, og lífskjörum sem eru á við það besta gerist í heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Öllum starfs­mönnum Mennta­mála­stofnunar sagt upp

Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar var sagt upp í morgun. Alls störfuðu 46 hjá stofnuninni. Forstjóri stofnunarinnar, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, segir þetta ekki hafa komið starfsmönnum á óvart. Meiri stuðningur við skólasamfélagið verði í nýrri stofnun. 

Innlent
Fréttamynd

Margföldunaráhrif: Að ráða einn al­þjóð­legan sér­fræðing skapar vinnu­staðnum fimm sér­fræðinga

„Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sigur­lín mátti sín lítils í bar­áttunni við RÚV

Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af kröfu Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpinu í 36 ár. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og var afdráttarlaus.

Innlent
Fréttamynd

„Lúmskar“ skattbreytingar hafa á­hrif á jóla­gjafir

Lögmaður segir takmörk á því hversu mikið má hafa gaman, allavega í augum skattyfirvalda. Nýlegar breytingar á skattmati Ríkisskattstjóra gera það að verkum að hámarksfjárhæð viðburða á vegum fyrirtækis og gjafa samanlagt nemur 163.000 krónum á hvern starfsmann. Þá verður ekki lengur hægt að gefa bankakort með inneign skattfrjálst.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar vinna einna minnst en þéna mest

Íslendingar vinna einna minnst en þéna mest á mánuði, talsvert meira borið saman við aðrar Norðurlandaþjóðir, samkvæmt gögnum frá OECD. „Við getum varðveitt þessa stöðu svo lengi sem verðmætasköpun stendur undir henni,“ segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Innherji
Fréttamynd

Flestir sem missa vinnuna á Ís­landi

Flestir þeirra áttatíu starfsmanna Controlant, sem var tilkynnt í morgun að yrði sagt upp störfum, starfa í starfsstöð félagsins á Íslandi. Forstjóri félagsins segir hagræðinguna vegna samdráttar í Covid-tengdum verkefnum fyrirtækisins. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vonar að frum­varpið skili fullum launum til Grind­víkinga

Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um.

Innlent
Fréttamynd

Vísa frá kæru Hreyfils í Hopp-máli

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað kæru leigubílastöðvarinnar Hreyfils á hendur Samkeppniseftirlitinu frá. Kæra Hreyfils sneri að bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins að Hreyfli sé óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum sem eru í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grinda­vík

Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Far­aldur of­beldis og á­reitni

Það er þyngra en tárum taki að skoða niðurstöður úr nýlegri könnun sem VR lét gera meðal félagsfólks. Þar sögðust 54% svarenda hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Verst er staðan hjá konum á aldrinum 25-34 ára þar sem 67% segjast hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Taldi Skattinn aftur hafa gengið fram hjá sér vegna kyn­ferðis

Skatturinn braut ekki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar kona var ráðin í starf sérfræðings á Eftirlis-og rannsóknasviði hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Um er að ræða í annað sinn á þremur árum sem maðurinn kærir ráðningu embættisins til nefndarinnar.

Innlent